|
2893 Drangey SK 2 á miðunum mynd þorgeir Baldursson 2 |
Fiskiflotinn er lagður af stað til veiða á ný eftir að gert var hlé frá hádegi á aðfangadag. Drangey, skuttogari Fisk Seafood á Sauðárkróki, leitar nú að þorski Norðaustur af Grímsey við ágætar aðstæður. „Við erum bara á fyrsta hali. Það er ekkert komið í ljós ennþá hvernig veiðar eru,“ segir Andri Hákonarson, stýrimaður á Drangey, í samtali við 200 mílur.
Spurður hvort áhöfnin standi enn á blístri eftir jólamatinn segir hann svo vera. „Já, þeir eru aðeins stirðir en fljótir að liðkast til held ég.“ Andri segir ekki ljóst hversu langur túrinn verður að sinni enda fari það eftir hvernig fiskast. „Við megum vera fram að hádegi á gamlársdag. Hvort við verðum allan tímann verður bara að koma í ljós.“
Stýrimaðurinn segir vera blíðu norður af landinu. „Það eru 8 metrar á sekúndu og finnum lítið fyrir því. Þetta er fínasta veður
heimild mbl.is