28.12.2019 00:28

Þeir eru aðeins stirðir en fljótir að liðkast

         2893 Drangey SK 2 á miðunum mynd þorgeir Baldursson 2

Fiski­flot­inn er lagður af stað til veiða á ný eft­ir að gert var hlé frá há­degi á aðfanga­dag. Drang­ey, skut­tog­ari Fisk Sea­food á Sauðár­króki, leit­ar nú að þorski Norðaust­ur af Gríms­ey við ágæt­ar aðstæður. „Við erum bara á fyrsta hali. Það er ekk­ert komið í ljós ennþá hvernig veiðar eru,“ seg­ir Andri Há­kon­ar­son, stýri­maður á Drang­ey, í sam­tali við 200 míl­ur.

Fiskiflotinn kominn í jólafrí

Frétt af mbl.is

Fiski­flot­inn kom­inn í jóla­frí

Spurður hvort áhöfn­in standi enn á blístri eft­ir jóla­mat­inn seg­ir hann svo vera. „Já, þeir eru aðeins stirðir en fljót­ir að liðkast til held ég.“ Andri seg­ir ekki ljóst hversu lang­ur túr­inn verður að sinni enda fari það eft­ir hvernig fisk­ast. „Við meg­um vera fram að há­degi á gaml­árs­dag. Hvort við verðum all­an tím­ann verður bara að koma í ljós.“

Stýri­maður­inn seg­ir vera blíðu norður af land­inu. „Það eru 8 metr­ar á sek­úndu og finn­um lítið fyr­ir því. Þetta er fín­asta veður 

heimild mbl.is 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is