|
972 Kristin Gk 457 mynd þorgeir Baldursson Nóv 2019 |
Línuveiðiskipið Kristin GK 457 varð aflvana suðaustur af Grindavík í kvöld. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason og lóðsbáturinn Bjarni Þór komu skipverjum til aðstoðar.
Brugðist var hratt við þar sem veður var farið að versna ásvæðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni komu skipverjar upp lofti og gátu siglt skipinu undir eigin vélarafli til hafnar í Grindavík.
Skipið kom þangað á tólfta tímanum.
mbl.is