18.01.2020 21:10Bergey ve 144 i fyrsta sinn i Heimahöfn
Skömmu fyrir hádegi í dag kom hin nýja Bergey VE til hafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn og var vel fagnað. Bergey var afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar, hinn 1. október sl. og kom til Akureyrar hinn 6. október. Á Akureyri annaðist Slippurinn frágang á millidekki skipsins. Bergey var smíðuð í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki. Eitt þessara skipa er Vestmannaey VE sem kom nýtt til landsins í júlímánuði sl.
Skipin eru hin glæsilegustu og afar vel búin, en um er að ræða togskip sem eru 28,9 m að lengd og 12 m að breidd. Stærð þeirra er 611 brúttótonn. Eru skipin búin tveimur aðalvélum og tveimur skrúfum.
Bergey mun ekki staldra lengi við í Eyjum. Veiðarfæri verða tekin um borð og er gert ráð fyrir að haldið verði til veiða á morgun. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að sér lítist mjög vel á skipið. „Það verður gaman að hefja veiðar á þessu nýja skipi. Á leiðinni frá Akureyri fengum við aðeins brælu úti fyrir Norðurlandinu og það lét ágætlega. Það eru öðruvísi hreyfingar á þessu skipi en á gömlu Bergey. Það er flott að hefja veiðar á nýju skipi á laugardegi: Laugardagur til lukku,“ sagði Jón glaður í bragði. Heimild svn.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3981 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123107 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is