19.01.2020 10:42

Hætt við sameiningu Visir og Þorbjarnar

                   1579 Gnúpur Gk 11 Mynd þorgeir Baldursson 

                                     Páll Jónsson Gk 7 Mynd Visir HF 

 

Viðræður um mögulega sameiningu sem hófust sl. haust hefur formlega verið hætt hjá eigendum Vísis hf og Þorbjarnar hf.

en ákveðið hefur verið að halda áfram góðu samstarfi fyrirtækjanna tveggja samkvæmt frétt á heimasíðu Vísis hf.

Fjölmargir vinnuhópar voru skipaðir til að skoða alla snertifleti og hafa þeir nú skilað inn tillögum sínum.

Eftir yfirferð þeirra er niðurstaðan sú að fara ekki með sameiningarmál lengra að sinni,

en halda þess í stað góðu samstarfi Þorbjarnar hf. og Vísis hf. áfram og nýta niðurstöðu vinnuhópanna til að styrkja það samstarf enn frekar.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu nú, telja eigendur fyrirtækjanna tveggja að hún útiloki ekki aðra möguleika í framtíðinni.

Vísir og Þorbjörn eru rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa í gegnum árin unnið talsvert saman.

Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi.

Vel yfir 600 manns vinna hjá fyrirtækjunum tveimur sem samanlagt hafa um 44.000 tonn af aflaheimildum

og er ljóst að gott samstarf mun gagnast fyrirtækjunum vel og auka sóknartækifæri þeirra á erlendri grundu.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3981
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123107
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
www.mbl.is