25.01.2020 22:24Hvalasöngurinn ómar i Eyjafirði
Tveir hnúfubakar hafa haldið sig í og við Pollinn á Akureyri undanfarna mánuði. Verið er að rannsaka hvað skýrir auknar hvalagöngur í Eyjafjörð og hafa vísindamenn orðið þess áskynja að tilhugalífið í firðinum sé í fullum blóma. Það þótti tíðindum sæta ef hvalur sást í Eyjafirði hér á árum áður en honum hefur fjölgað mjög síðustu ár. Hann heldur líka sífellt lengra inn fjörðinn og í vetur hafa tveir hnúfubakar gert sig heimakomna á Pollinum, heimamönnum og ferðamönnum til mikillar ánægju. „Þeir hafa verið að kynna sér miðbæinn hjá okkur hérna á Akureyri enda heilmikið að sjá. Og þeir eru búnir að vera hérna inni á Polli hjá okkur núna í mestallan vetur. Sem er í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Júlíus Freyr Theódórsson, leiðsögumaður um borð í hvalaskoðunarskipinu Whales 200
Komin með hval á síðuna eftir fimm mínúturVenjulega gerir hvalaskoðunarskipið Whales út frá Hauganesi norðar í Eyjafirði en nú er orðið styttra að sækja í hvalinn frá Akureyri. „Við þurftum að sækja lengra út og svo var ekki mikið af hval hérna ef við hugsum aðeins lengra aftur í tímann. Það eru að verða einhverjar breytingar í hafinu þannig að það er nóg af hval eins og staðan er núna. Þú ferð út og fimm til sjö mínútum seinna, ef þú ert heppinn, þá ertu kominn með hval á síðuna. Það bara verður ekki betra en það.“
Nóg af fæðu í Eyjafirði
Edda Elísabet Magnúsdóttir hefur rannsakað hvali í Eyjafirði og hún reynir nú að komast að því hvað það er sem fær þá til að dvelja langdvölum nyrðra í stað þess að halda suður á bóginn þar sem þeir makast. Vitað er að nóg er af fæðu en verið er að skoða betur samsetningu hennar og hvaða dýr það eru sem dvelja hér veturlangt. Þetta eru líklega ung dýr sem hafa ekki nægilega orku til að synda sex þúsund kílómetra leið suður eftir og svo kvendýr sem eru í hvíld eftir að vera búin að kelfa. „Svo að við vitum núna að á veturna eru bæði karldýr og kvendýr á svæðinu. Karldýrin meira að segja syngja og það eru svona mökunarsöngvar eða auglýsingasöngvar, sjáið mig ég er frábær. Og það gera þeir bara á æxlunartíma, þegar þeir eru frjóir. Svo það er margt sem bendir til þess að þeir alla vega svona sýni sig og reyni að ná sér í maka hér á norðurslóðum og jafnvel sleppi því að fara; eða fara.“ Edda hefur komið sendum á Hnúfubakana og i gær lostnaði einn þeirra af rétt við Torfunes bryggjuna en þau fundu hann aftur og hérna eru þau alsæl með sendinn
Ferðamennirnir alsælirFerðamennirnir í hvalaskoðunarferð dagsins voru afar ánægðir með afrakstur dagsins. „Það var stórfenglegt að komast svo nærri hvölunum. Það hef ég aldrei áður gert,“ segir Elissa Wells frá Bandaríkjunum. Félagi hennar, Ben Gibbons frá Ástralíu, tekur undir það. "Það jafnast ekkert á við að sjá þá með sporðinn á lofti. Þetta eru magnaðar verur.“ Heimild Rúv Myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is