28.01.2020 08:33Endalausar brælur50 STORMVIÐVARANIR FRÁ ÁRAMÓTUM,,Það er alls ekki hægt að kvarta yfir aflabrögðunum þegar við höfum getað verið að veiðum vegna veðurs. Vandinn er sá að það er alltaf kolvitlaust veður. Elstu reynsluboltarnir um borð muna ekki annað eins og ég held að ég muni það rétt að búið sé að gefa út 50 stormviðvaranir frá áramótum,“ sagði Ævar Jóhannsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE, er rætt var við hann nú síðdegis. Austfjarðamið voru eini staðurinn sem hægt var að vera á og við fórum því þangað ásamt miklum fjölda skipa. Veiðin var góð en uppistaða aflans fyrir austan var þorskur sem ekki er okkar kjörtegund,“ segir Ævar og veiðum fyrir austan var því sjálfhætt. Aflinn hefur aðallega verið karfi en einnig ufsi. Það er mikið líf í sjónum og við sjáum að það er stutt í að vetrarvertíðin hefjist.“ Sjólagið er verst og sjórinn nær ekki að ganga niður þó það dúri á milli lægða. Það er búin að vera 9-10 metra ölduhæð samkvæt baujunni út af Garðskaga í lengri tíma og í slíku ofsaveðri er ekki hægt að stunda veiðar,“ segir Ævar Jóhannsson.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is