20.03.2020 13:19

Björgun Blátinds VE 21

Nú fyrir Skömmu var unnið að Björgun Blátinds VE 21 i vestmannaeyjarhöfn og var okkar maður 

óskar Pétur Friðriksson á vaktinni sem endranær og fangaði herlegheitin á flögu myndavélarinnar 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir sendinguna 

 

        Blátindur og Lóðsinn mynd Óskar Pétur Friðriksson  

Þórólfur Vilhjálmsson, húsa- og skipasmíðameistari í Vestmannaeyjum, var einn þeirra sem kom að endursmíði Blátinds árið 2000. Hann fylgist með af bryggjunni þegar bátnum var lyft af hafsbotni.

     Þórólfur Vilhjálmsson Skipasmiður Mynd óskar PéturFriðriksson

 

„Ég hef nú bara séð hann úr fjarlægð á seinni árum. Við tókum hann gríðarlega mikið í gegn á sínum tíma en síðan dagaði þetta mál einhvers staðar uppi. Síðan hefur ekki gengið sem skyldi. Eins og ástandið er núna á bátnum er það mikið verkefni að gera eitthvað vitrænt í málinu, að því er mér finnst. Ég hef svo sem ekki skoðað þetta mikið heldur bara fylgst með úr fjarlægð hvernig þetta hefur því miður gengið til hins verra. Þetta er sannarlega merkilegur bátur en hér eins og víðar hefur vantað hvata til að halda í þessi atvinnumenningarverðmæti sem víða eru. Oft hefur þetta byggst á eldhugum og þar má sem dæmi benda á slíka menn á Siglufirði sem hafa dregið til sín fólk sem hefur áhuga á varðveislu slíkra minja. En víða eru skip að grotna niður hér og þar á landinu,“ segir Þórólfur.

                     Dapurt ástand  mynd  Óskar Pétur Friðriksson 

 

Hann kveðst telja að mikið þurfi til þess að koma Blátindi í viðundandi horf. Málið snúist hugsanlega um það að lagfæra bátinn þannig að hann verði sýningarhæfur eða færa hann í það horf að hægt verði að nota hann til dæmis í ferðaþjónustu að sumarlagi.

          Blátindur við Skansinn mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Hættulegt ástand bátsins

„En hvað sem reynt verður að gera þá verður það mjög kostnaðarsamt eins og málið hefur þróast,“ segir Þórólfur. Hann segir Vestmannaeyjabæ standa vel en það skyggi á að annað árið í röð bregðist loðnuvertíðin og ofan í þetta bætist kórónuveiran. Loðnubrestur sé gríðarlegt högg fyrir sjávarútvegsbyggðirnar. Hann eigi því síður von á því að björgun atvinnumenningarlegra minja verði í forgangi á dálítið fordæmalausum tímum.

           Blátindur Ve 21 kafarar að störfum mynd óskar Pétur Friðriksson 

 

Fram kom á fundi hafnar- og framkvæmdaráðsins að stefnt sé að viðhaldi á lyftupalli skipalyftunnar þann 22. mars og fyrir þann tíma yrði að losa skipalyftupallinn. Þeir möguleikar séu í stöðunni að negla vatnsheldan krossvið yfir göt á síðu Blátinds og setja bátinn á flot og geyma hann í smábátahöfninni þar til fyrir liggur hvað á að gera við hann. Annar möguleiki sé að flytja bátinn á svæðið norðan við lyftuhúsið. Ekki sé forsvaranlegt að geyma bátinn í þessu ástandi á hafnarsvæðinu vegna hættulegs ástands hans auk þess sem stöðugt verði að dæla úr honum sjó. Ekki sé hægt að fara með bátinn aftur á Skanssvæðið í því ástandi sem hann er.

              Kominn á Þurrt Mynd Óskar Pétur Friðriksson 

     Björgunnarmenn sem að komu að verkinu mynd Óskar Pétur Friðriksson 

     Tryggvi Sig Gisli Óskars og tói vidó Mynd Ósksar Pétur Friðriksson

Saga Blátinds er eftirfarandi

Blátindur VE 21.

Skráninganúmer 347

Vélbátur.

Fiskibátur.

 

Eigendur Blátinds.

1947. Ríkissjóður Íslands.

1948. Magnús Thorberg og Ágúst Ólafsson Vestmannaeyjum.

1959. Blátindur GK 88,

Snæfell hf og Söltun hf Keflavík.

1962. Atlantor hf Reykjavík.

1966. Sæmundur Jónsson, Gísli Jónsson og Bjarni Ágústsson Grindavík.

1970. Blátindur  Sk 88,

Lúðvík Gizurarson, Reykjavík.

1972. Fiskiðja Sauðárkróks hf Sauðárkróki.

1982. Tindur sf Sauðárkróki.

1990. Seldur til Ólafsfjarðar Kvótalaus.

1993. Tryggvi Sigurðsson og Hermann Einarsson fá hann dreginn til Vestmannaeyja.

2000. Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21.

2001. Menningarmálanefnd Vestmannaeyja.

Varðveislustaður, við Skansinn, Vestmannaeyjahöfn.

Smíðaár 1947.

Skipasmíðastöð. Dráttarbraut Vestmannaeyja hf, meistari: Gunnar Marel Jónsson.

Smíði Bátsins var hluti af raðsmíði fiskiskipa fyrir tilstilli ríkistjórnarinnar til endurnýjunar á fiskiskipaflota þjóðarinnar í stríðslok.

Smíðastaður. Vestmannaeyjar.

Lengd 18,4m. breidd 5,1m dýpt 2,14

Smíðaefni og samsetning. Eik: sléttsúðaður.

Þilför: Alþilja.

Yfirbygging: Stýrishús, lúkar, lúkarskappi.

Lokuð rými: Lest, vélarúm.

Möstur og seglabúnaður: Tvísildur, framsigla og aftursigla.

Vél:

1947: Alpha dísel 150 hö.

1961: Alpha dísel 220hö.

1980: GM dísel 335 hö.

Fengið úr Eyjafréttum 19. Febrúar 2020.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2546
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993967
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36
www.mbl.is