22.03.2020 11:58

Á eftir að setja sálina Pál Jónsson Gk 7

            Gisli Jónsson Skipst Mynd Jón Steinar Sæmundsson 2020

 

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

Bókamerki óvirkt Setja bóka­merki

Páll Jóns­son GK, nýi Vís­is­bát­ur­inn, reyn­ist vel og veiðin er ágæt. Með 40.000 króka á sjó sagði Gísli Jóns­son sína sögu en hann hef­ur verið til sjós í alls 54 ár. Starfið seg­ir hann hafa breyst mikið.

„Þorsk­ur­inn bít­ur ekki á agnið eins og við vild­um, því nú er loðna um all­an sjó,“ seg­ir Gísli Jóns­son, skip­stjóri á Páli Jóns­syni GK 7. Landað var úr bátn­um í Grinda­vík í gær­morg­un og var afl­inn um 70 tonn; þorsk­ur sem fékkst á Skerja­dýpi suður af Reykja­nesi, á Eld­eyj­ar­banka en að stærst­um hluta á Drit­vík­ur­grunni úti af Snæ­fellsnesi.

Nýr Páll Jónsson GK kom í dag

Frétt af mbl.is

Nýr Páll Jóns­son GK kom í dag

„Þó að loðnan finn­ist ekki í veiðan­leg­um mæli er nóg af henni samt, og hún þá mik­il­vægt æti fyr­ir þann gula og ann­an fisk sem er ofar í fæðukeðjunni. Sama var uppi á ten­ingn­um í fyrra en þegar loðnan hvarf var líka fínt fiskirí. Sama býst ég við að ger­ist á næst­unni.“

Alltaf á þriðju­dög­um

Hinn nýi Vís­is­bát­ur, Páll Jóns­son GK, er 45 metra lang­ur, 10,5 metra breiður og fyrsta ný­smíðin af þess­ari stærð sem Vís­ir hf. fær í rúm­lega 50 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Bát­ur­inn kom til lands­ins 21. janú­ar. Róðrarn­ir síðan þá eru orðnir fjór­ir. Afl­inn sem fékkst á lín­una í þrem­ur fyrstu túr­un­um var um 100 tonn, en hver bát­ur í út­gerð Vís­is hef­ur sinn fasta lönd­un­ar­dag. Er þriðju­dag­ur­inn jafn­an merkt­ur Páli Jóns­syni, sem kem­ur inn í bítið og fer út aft­ur um kvöldið. Miðað er við að á bátn­um séu fiskuð um 4.000 tonn á ári, en sú tala þarf að hald­ast og hrá­efni að ber­ast í rétt­um skömmt­um svo að jafn­vægi hald­ist í vinnslu og sölu afurða.

Landað í Grindavíkurhöfn.

Landað í Grinda­vík­ur­höfn. Ljós­mynd/?Jón Stein­ar Sæ­munds­son

„Bát­ur­inn hef­ur nú í upp­haf­inu reynst vel í alla staði og reynsl­an er góð. Reynd­ar er eft­ir að fínstilla nokk­ur smá­atriði og koma ein­staka tækj­um og búnaði fyr­ir á sín­um rétta stað; nokkuð sem ég vil kalla að setja þurfi sál­ina í skipið, sem er al­veg bráðnauðsyn­legt,“ seg­ir Gísli og held­ur áfram:

24 eru í hópn­um

„Aðbúnaður í bátn­um er all­ur eins og best verður á kosið, svo sem á dekki, vinnslu­rými, í vél, vist­ar­ver­um skip­verja og borðsal. Allt íburðarlaust en flott. Svo erum við líka með all­an nýj­asta og besta skip­stjórn­ar­búnaðinn sem býðst, en hvernig hon­um var komið fyr­ir í brúnni var nokkuð sem ég fékk að vera með í ráðum um við og hönn­un smíði báts­ins. Annað sáu sér­fræðing­arn­ir um. “

Alls eru fjór­tán í áhöfn á Páli Jóns­syni GK, en menn róa til skipt­is svo í hópn­um öll­um eru alls 24 karl­ar. Allt dugnaðarforkar, rétt eins og þarf til sjós og á lín­unni – en sú sem skip­verj­arn­ir á Páli settu í sjó og drógu á Drit­vík­ur­grunni í vik­unni var 54 kíló­metr­ar og krók­arn­ir um 40.000 tals­ins.

Páll Jónsson GK þegar hann kom til Grindavíkur í janúar.

Páll Jóns­son GK þegar hann kom til Grinda­vík­ur í janú­ar. Ljós­mynd/?Jón Stein­ar Sæ­munds­son

Gísli seg­ir góða og skemmti­lega til­finn­ingu fylgja því að vera skip­stjóri á nýj­um bát. Einn af hápunkt­um á ferl­in­um sem spann­ar 54 ár, þar af skip­stjóri síðan 1973. Fyrst var Gísli á bát­um frá Stokks­eyri og byrjaði fimmtán ára. Var seinna aust­ur á landi. Bjó þrjá­tíu ár í Þor­láks­höfn og var á bát­um sem gerðir voru þaðan út. Árið 1996 réði hann sig síðan til Vís­is hf. í Grinda­vík og munstraðist svo þegar fram liðu stund­ir á bát­inn Pál Jóns­son GK – hinn fyrri.

Dag­ur sem markaði skil í sög­uni

„Við héld­um út í fínu veðri og sett­um út fyrstu lögn­ina og þetta var 11. sept­em­ber 2001, dag­ur sem átti eft­ir að marka skil í sög­unni,“ seg­ir Gísli, en á sín­um 19 árum á Páli Jóns­syni fyrri fiskuðust alls 60 þúsund tonn, sem hlýt­ur að telj­ast ansi gott þegar allt er sam­an lagt eft­ir tvo ára­tugi.

„Ég var og er vissu­lega ekki einn í þessu harki og alltaf með góðan mann­skap með mér. Við Ingi­berg­ur Magnús­son, jafn­aldri minn og æsku­fé­lagi frá Stokks­eyri, erum bún­ir að vera sam­an til sjós nán­ast alla tíð og þá hef­ur Val­geir Sveins­son frá Eyr­ar­bakka verið með mér síðan 1996. Á nýj­um Páli Jóns­syni og fimm síðustu ár á þeim fyrri hef­ur Bene­dikt Páll Jóns­son verið stýri­maður og skip­stjóri á móti mér. Á þess­um bát ætl­um við að hafa fyr­ir­komu­lagið þannig að ég tek tvo túra og hann aðra tvo. Það kem­ur ágæt­lega út. Orðinn sjö­tug­ur finnst mér allt í lagi að slá aðeins af og taka mér lengri frí. Yngri menn sem leggja sjó­mennsk­una fyr­ir sig gera slíkt raun­ar líka og kjósa að eiga líf utan vinn­unn­ar, sem ég skil vel,“ seg­ir Gísli að síðustu.

Viðtalið við Gísla var fyrst birt í ViðskiptaMogg­an­um 18. mars.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is