26.03.2020 14:18

Hlé á Kolmunnaveiðum framyfir páska

                 2909 Bjarni Ólafsson  AK 70 mynd Smári Geirsson  

 

Nú eru öll kolmunnaskipin sem landa hjá Síldarvinnslunni komin til hafnar af miðunum vestur af Írlandi.

Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar á föstudag með 1.200 tonn og Börkur NK kom þangað á sunnudag með 2.200 tonn.

Loks kom Beitir NK á mánudag með 1.750 tonn. Nú verður gert hlé á veiðunum fram undir páska en þá munu veiðar væntanlega hefjast á ný á gráa svæðinu suður af Færeyjum.

Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri í Neskaupstað, segir að vinnsla á kolmunnanum hafi gengið afar vel. Úr honum fæst gott mjöl  og eitthvað lýsi,

en lýsið í fiskinum hefur farið minnkandi enda er hann að horast mjög um þessar mundir. 

Heimasiða svn.is

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is