|
2985 Magni Mynd Hilmar Snorrasson 2020
|
2985 Magni Mynd Hilmar Snorrasson 2020
|
2985 Magni Mynd hilmar Snorrsson 2020 |
|
|
Nýi dráttarbáturinn Magni, sem kom til landsins í lok febrúar, hefur reynst vel en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn í sambandi við þjálfun starfsmanna.
Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum, segir að þegar þjálfunin hafi verið búin að standa yfir í viku hafi Hollendingarnir sem hafi séð um hana verið kallaðir heim vegna veirunnar sunnudaginn 15. mars.
„Við höfum því aðeins verið að fikra okkur sjálfir áfram,“ segir hann og bætir við að vegna góðra aðstæðna í fyrradag hafi báturinn verið notaður til að færa skip Eimskips í Reykjavíkurhöfn.
Þá standi til að taka þjálfun með Landhelgisgæslunni í dag eða á morgun.
„Við förum mjög varlega,“ segir Gísli um stöðuna og nefnir að ekki hafi verið hægt að halda áfram þjálfun í Stýrimannaskólanum vegna veirunnar. „Við tökum hænuskref,“ segir hann.
200 milur mbl.is