27.03.2020 23:44

Enn truflar veður veiðar

              Löndun úr Blæng Nk mynd Smári Geirsson 

Frystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupstaðar í gær að lokinni 20 daga veiðiferð. Aflinn var 500 tonn upp úr sjó og blandaður. Verðmæti aflans var tæplega 180 milljónir króna.
Síðan var haldið norður fyrir land. Staðreyndin er sú að við ráðum ekki hvar veitt er, það er veðrið sem ákveður það. Það virðist ekkert lát á þessum brælum sem einkennt hafa veturinn og skipin hrekjast fram og til baka undan þeim.

Heimasíðan ræddi við Bjarna Ólaf Hjálmarsson skipstjóra og var fyrst spurt hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við fórum hringinn. Við byrjuðum hér fyrir austan og fórum þaðan suður fyrir.

Annars getum við ekki kvartað hvað veiðina varðar. Alls staðar var þokkalegasta kropp og veiðiferðin telst góð. Gert er ráð fyrir að skipið fari út á ný á sunnudag og það eru gerðar ýmsar ráðstafanir til að tryggja að Covid-19 komist ekki um borð.

Til dæmis fór öll áhöfnin frá borði í gærmorgun og þá var skipinu læst. Það verður svo ekki opnað á ný fyrr en hálftíma fyrir brottför. Þá gilda strangar reglur um áhöfnina.

Einn úr áhöfninni á konu í sóttkví og hann fer að sjálfsögðu ekkert heim á meðan staldrað er við í landi. Það verður að taka þetta föstum tökum,“ segir Bjarni Ólafur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is