31.03.2020 18:11

Dagur SK 17 Seldur til Eistlands

 

                    Dagó  ex Dagur SK 17 Mynd þorgeir Baldursson 31 mars 2020

Rækjubáturinn Dagó hefur verið seldur til Eistlands 

Dögun á Sauðárkróki hyggst ekki gera út skip til rækjuveiða á Íslandi á þessu ári og hefur sett Dag SK 17 á sölu.

Áhöfninni, fimm manns,  verður sagt upp en hluta hennar býðst mögulega að halda sínum plássum hjá nýjum eiganda gangi samningar um söluna eftir.

Dögun hyggst auka framleiðslu á iðnaðarrækju í verksmiðjunni á Sauðárkróki og stefnt er að vinnslu á 10.000 tonnum á þessu ári.

Dögun hefur starfað óslitið frá árinu 1983 og hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á rækju.

Rækjuverksmiðjan tók til starfa snemma árs 1984 og var þá að mestu unnin innfjarðarrækja úr Skagafirðinum.

Verksmiðja félagsins hefur verið endurbætt og stækkuð reglulega og er nú ein fullkomnasta rækjuverksmiðja á Íslandi.

Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri Dögunar, segir ástæður þess að ekki verði gert út á rækjuveiðar þær að veiðarnar standi ekki undir sér.

Þar er ekki um lágt verð að sakast heldur ónóga veiði og kostnaðarsamt úthald.

                    Dagó i krosssanesi i dag mynd þorgeir Baldursson 2020

Of hár kostnaður

„Rekstrarskilyrði fyrir rækjuútgerð hafa verið erfið í nokkuð mörg ár eða 10-15 ár.

Aðallega snýst það um litla veiði sem er undir því sem þarf til að útgerð borgi sig.   Kostnaðurinn sem hlutfall af tekjum er of hár þegar aflinn er ekki meiri en raun ber vitni,“ segir Óskar.

Borist hefur tilboð í Dag SK  frá Eistlandi þar sem það yrði gert út á rækju undir eistnesku flaggi.

Samningurinn er þó ekki frágenginn.  Dagur var keyptur 2016 frá Írlandi en skipið var smíðað á Spáni árið 1997.

            Skipverjar á Dagó mynd þorgeir Baldursson 31 mars 2020

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is