31.03.2020 12:12

Eimskip tekur tvö skip úr rekstri

                Goðafoss Mynd þorgeir Baldursson 19 feb 2020

 

Eim­skip fækk­ar um tvö skip í rekstri í byrj­un apríl og mun fyr­ir­tækið skila Goðafossi og Lax­fossi fyrr en áður var áætlað og þannig lækka fast­an rekstr­ar­kostnað, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar­inn­ar. Þar seg­ir að um tíma­bundn­ar breyt­ing­ar sé að ræða vegna áhrifa út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar og mun fé­lagið því reka átta skip í stað tíu.

Skip­in tvö voru í des­em­ber seld fyr­ir um 480 millj­ón­ir króna.

Eimskip selur gámaskipin Goðafoss og Laxfoss

Frétt af mbl.is

Eim­skip sel­ur gáma­skip­in Goðafoss og Lax­foss

Breyt­ing­arn­ar eru miða meðal ann­ars af því að mæta breytta áherslu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem hafa lagt aukna áherslu á fryst­ar afurðir í kjöl­far sam­drátt­ar í eft­ir­spurn eft­ir fersk­um afurðum. „Við sjá­um að fersk­ar sjáv­ar­af­urðir eru að fær­ast í fryst­ar og ger­um m.a. breyt­ing­ar á kerf­inu til að mæta því. Á sama tíma leggj­um við áherslu á hraða þjón­ustu fyr­ir ferskvöru til Íslands og Fær­eyja. Eim­skip hef­ur gripið til ým­issa aðgerða til að tryggja ör­yggi starfs­manna og á sama tíma tryggja áreiðan­leika og okk­ar víðtæku þjón­ustu til viðskipta­vina á þess­um for­dæma­lausu tím­um,“ seg­ir Vil­helm Már Þor­steins­son, for­stjóri Eim­skips.

Engin eftirspurn í Frakklandi

Frétt af mbl.is

Eng­in eft­ir­spurn í Frakklandi

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að „nýja sigl­inga­kerfið mun veita sam­bæri­lega þjón­ustu og áður frá lyk­il­höfn­um og verða með stysta mögu­lega flutn­ings­tíma frá meg­in­landi Evr­ópu, Skandína­víu og Bretlandi til Íslands og Fær­eyja“

Kveðst Eim­skip ætla meðal ann­ars að halda stysta flutn­ings­tíma frá meg­in­landi Evr­ópu, Skandína­víu og Bretlandi til Íslands og Fær­eyja og stutt­um flutn­ings­tíma frá Íslandi til Rotter­dam og Brem­er­haven. Auk þess verður þjón­usta við strönd­ina á Íslandi veitt bæði með sjó- og land­flutn­ing­um

Breyt­ing­arn­ar eru sagðar tíma­bundið sigl­inga­kerfi sem Eim­skip mun hafa í rekstri þar til sam­starfið við Royal Arctic Line hefst en áætlað er að það verði seint á öðrum árs­fjórðungi 2020.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is