DREIFIBRÉF UM MÖGULEGAR HÆTTUR LED-LJÓSA Á HAFI ÚTI
Áskell ÞH 48 mynd þorgeir Baldursson feb 2020
Á dögunum gaf Samgöngustofu út dreifibréf dreifibréf þar sem fjallað er um hvaða hættur geta stafað af LED-ljósum og búnaði þeirra um borð í skipum og bátum.
Á heimasíðu Samgöngustofu segir að með tilkomu nýrra ljósgjafa (LED perunnar) hafa komið upp vandamál er snúa að því að LED perur og búnaður við þær, geti gefið frá sér rafsegulbylgjur í þeim mæli að þær hafi truflandi áhrif á fjarskiptabúnað og siglingatæki um borð í bátum og skipum. Í versta falli hafa komið upp tilfelli þar sem fjarskiptabúnaður er óstarfhæfur.
Af þessum sökum gerir Samgöngustofa kröfu til hönnuða og útgerða skipa og báta að við val á ljósum af þessari gerð verði horft til þess að LED perur og tilheyrandi búnaður þeirra, uppfylli grunnkröfur hvað varðar rafsegulsamhæfi (Electro Magnetic Compatibility EMC), sbr. reglugerð nr. 303/2018 um rafsegulsamhæfi. Vörur eins og LED-ljósabúnaður á að vera CE-merktur og honum á að fylgja ESB samræmisyfirlýsing (Declaration of Conformity).
Samgöngustofa og skoðunarstofur með skipum og bátum munu athuga á næstunni (eins fljótt og hægt er) sérstaklega hvort LED ljósabúnaður skipa og báta uppfylli grunnkröfur og gera viðeigandi ráðstafanir.