Flest islensku kolmunnaskipin hafa lagt af stað til veiða við Færeyjar og er siglingin um 350 -450 milur eftir þvi hvaðan farið er
|
2885 Hoffell SU 80 Mynd Þorgeir Baldursson 10 FEb 2020
|
Sigurður Bjarnasson skipst mynd þorgeir 2020 |
|
Skipin lögð af stað á miðin við Færeyjar en þangað er 350 mílna sigling.
Kolmunnaskipin sem hafa legið í Norðfjarðarhöfn að undanförnu héldu til veiða í gær þegar niðurstöður skimunar áhafna þeirra fyrir Covid 19 lágu fyrir.
Niðurstöðurnar voru neikvæðar í öllum tilvikum og því ekkert því til fyrirstöðu að láta úr höfn.
Frá þessu segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar en skipin munu hefja veiðar á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Þangað eru um 350 mílur frá Neskaupstað. Í dag höfðu engar fréttir borist um kolmunnaveiði á svæðinu.