11.04.2020 11:26

Nýr bátur í flota björgunarsveitar Ársæll gerði samning við Rafnar

Rafnar ehf. og Björgunarsveitin Ársæll hafa undirritað kaupsamning um nýjan 11 metra Rafnar 1100 SAR björgunarbát.

     Björguunabáturinn 7750  Hafdis á Fáskrúðfirði mynd þorgeir Baldursson

 

Björgunarbáturinn verður staðsettur í Reykjavíkurhöfn og er ætlaður fyrir skjót viðbrögð í Faxaflóa, að því er segir í tilkynningu frá Rafnari.

Mun viðvera hans auka öryggi sjófarenda á svæðinu.

Bátum frá Rafnari hefur fjölgað undanfarið þar sem framleiðsla er einnig hafin í Grikklandi og Bretlandi.

Bátarnir eru byggðir á hugmynd Össurar Kristinssonar sem er einkaleyfisvarin.

„Þetta eru einstakir bátar sem hafa reynst vel og fengið mikið lof.

Skrokklagið, botnlagið á bátnum og hönnunin í heild gerir það að verkum að báturinn er mun mýkri í öldu en aðrir bátar.

Það fer betur með fólk í bátunum og þar með tækjabúnað,“ segir Haukur Alfreðsson, framkvæmdastjóri Rafnars, við Morgunblaðið.

Báturinn er sá þriðji sinnar gerðar sem Rafnar smíðar fyrir björgunarsveitir Landsbjargar hér á landi.

Nú þegar er einn bátur staðsettur í Kópavogi og annar á Fáskrúðsfirði.

Þá er Landhelgisgæslan með bát af sömu gerð og annan af gerðinni Rafnar 850.

„Við erum einnig að vinna með björgunarsveitunum á Tortóla og reiknum með að gera annan sölusamning fljótlega,“ segir Haukur.

Hann bætir við að annar stærri bátur sé í þróun hjá fyrirtækinu.

Sá bátur er töluvert stærri og ætlaður fyrir úthafssiglingar og erfiðar aðstæður.

Báturinn hefur verið hannaður í samstarfi við Landsbjörg.

„Smíði á mótum er hafin og við stefnum að því að hefja smíði á sjálfum bátnum núna í haust.

Við erum nú þegar að fá fyrirspurnir erlendis frá,“ sagði Haukur ennfremur.

veronika@mbl.is
mynd þorgeir Baldursson 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061430
Samtals gestir: 50960
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 02:18:15
www.mbl.is