13.04.2020 21:26

Hífðu slasaðan sjó­mann um borð

 

 

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti slasaðan sjómann um borð .

 

Áhöfn­in á TF-EIR, þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sótti slasaðan sjó­mann um borð í tog­ara sem stadd­ur var um 20 sjó­míl­ur suður af Krísu­vík­ur­bergi í dag.

 

TF-EIR var kom­in að tog­ar­an­um um há­deg­is­bil og híf­ing­ar gengu vel, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. 

Sig­manni var slakað niður í tog­ar­ann og var skip­verj­inn hífður um borð í þyrluna skömmu síðar. Að híf­ing­um lokn­um var flogið á Reykja­vík­ur­flug­völl þar sem sjúkra­bíll beið hins slasaða.

Þrátt fyr­ir að ekki sé grun­ur um COVID-19-smit fara áhafn­ir Land­helg­is­gæsl­unn­ar að öllu með gát og verja sig fyr­ir smiti með and­lits­mösk­um og hönsk­um eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um. 

Kolbeinn Guðmundsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var við öllu búinn.

Kol­beinn Guðmunds­son, sigmaður hjá Land­helg­is­gæsl­unni, var við öllu bú­inn. Ljós­mynd/?Land­helg­is­gæsl­an

TF-EIR var komin að togaranum um hádegisbil og hífingar gengu .

                                                                Tf Eir Mynd Landhelgisgæslan  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061318
Samtals gestir: 50959
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 01:56:57
www.mbl.is