 |
Fiskidagurinn á Dalvik 2007 mynd þorgeir Baldursson |
Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að tuttugu ára afmælishátíð verði frestað um eitt ár og er fólk boðið velkomið á 20 ára afmælið 6. til 8. ágúst 2021.
Ekkert verður af Fiskideginum þetta árið.
Eins og fram kom í gær telur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óvarlegt að halda fjöldasamkomur í sumar þar sem saman koma fleiri en 2.000 manns.

„Saman förum við í gegnum þetta verkefni sem okkur hefur verið rétt upp í hendurnar, verum áfram einbeitt og hlýðum þríeykinu sem vinnur ásamt sínu fólki afar gott starf. Við skulum muna að tapa aldrei gleðinni. Við komum sterk inn að ári og þá knúsumst við og njótum samvista við fólkið okkar og gesti. Veriði velkomin á 20 ára afmæli Fiskidagins mikla 6.-8. ágúst 2021,“ segir í tilkynningu frá stjórn Fiskidagsins mikla.
Styrktaraðilar munu á næstu dögum fá bréf þar sem þeim verður þakkað fyrir frábært samstarf og þess óskað að þeir haldi stuðningi áfram á næsta ári.