16.04.2020 11:10

ÞETTA VAR FÍNASTI TÚR

                        1661 Gullver NS 12 MYND ÞORGEIR Baldursson

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi eða 108 tonnum á Seyðisfirði eftir páskana.

Uppistaða aflans var þorskur og ýsa en einnig var nokkuð af ufsa og gullkarfa.

           Pokinn losaður um borð i Gullver mynd þorgeir Baldursson 

Frystihús Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði tók drjúgan hluta aflans til vinnslu en hluti hans fór til vinnslu á Akureyri og í Neskaupstað.

Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að nú á tímum kórónaveirunnar fari Gullver í eina veiðiferð á viku og í þessari veiðiferð hafi verið farið suður fyrir land.

„Við byrjuðum í Breiðamerkurdýpi og á Öræfagrunni og tókum þar þrjú hol.

Síðan var keyrt á Selvogsbankann og þar fengust 85-90 tonn á einum og hálfum sólarhring.

Þá var komið hrygningarstopp og Selvogsbankanum lokað. Það verður að segjast að þetta var fínasti túr“, segir Þórhallur í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Gullver NS hélt á ný til veiða í gærkvöldi.

Heimild svn.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 747
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2058
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1468344
Samtals gestir: 59486
Tölur uppfærðar: 16.5.2025 02:31:41
www.mbl.is