17.04.2020 16:30Kolmunnaveiðin gosin upp suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði á gráa svæðinu suður af Færeyjum er hafin af góðum krafti. Kolmunnaskipin köstuðu í gærkvöldi og fengu mörg hver góðan afla í fyrsta holi. Heimasíðan ræddi stuttlega við Gísla Runólfsson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK og spurði hann hvort væri ekki bros á hverju andliti um borð.
„Jú, það má alveg segja það. Við köstuðum klukkan 10 í gærkvöldi austarlega á gráa svæðinu, drógum í 10 tíma og aflinn var 550 tonn. Það má því alveg segja að þetta byrji vel. Við köstuðum strax aftur, erum búnir að toga í tvo tíma og þetta hol lítur líka afar vel út. Hér um borð eru allir glaðir enda búið að bíða eftir því að veiðar hæfust. Við fórum frá Neskaupstað fyrir 10 dögum og höfum síðan beðið eftir að fiskurinn gengi úr skosku lögsögunni og inn á gráa svæðið. Annars er veiðin að hefjast um líkt leyti og í fyrra. Mér sýnist að veiðin hafi byrjað 14. apríl í fyrra þannig að það munar ekki miklu. Við lítum bara á biðina eftir kolmunnanum sem góða sóttkví. Það hafa fleiri skip verið að fá mjög góð hol. Polar Amaroq hífði 620 tonn áðan og ég held að Víkingur hafi verið með 580 tonn. Beitir NK hífði í nótt tæplega 200 tonn eftir að hafa dregið stutt og Margrét EA var líka kominn með afla. Mér líst afar vel á þetta. Útlitið er býsna bjart og ég held að þetta verði bara vaxandi“,segir Gísli. Heimild Svn.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1816 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1061232 Samtals gestir: 50954 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 20:41:04 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is