17.04.2020 13:54

Sólberg ÓF með mettúr eftir 32 daga höfn í höfn

Sólberg ÓF með mettúr eftir 32 daga höfn í höfn

 

Það tók tvo daga að landa úr Sólbergi ÓF eftir að það kom úr mettúr úr Barentshafinu í síðustu viku. Aflinn var um 1.800 tonn upp úr sjó, mestmegnis þorskur en 20% aflans voru aðrar tegundir. Í eðlilegu árferði væri aflaverðmætið einhvers staðar í kringum 800 milljónir króna en óvissa á mörkuðum gerir alla útreikninga flókna. Túrinn tók 32 daga. Sigþór Kjartansson skipstjóri segir að hann hafi verið kláraður norður af Lófóten á hrygningasvæði þorsks.

                   Landað úr Sólbergi mynd þorgeir Baldursson 2019

Sólbergið er fullbúið frystiskip með flaka- og bitavinnslu og vatnsskurðarvél frá Völku.

Sama áhöfn er að uppistöðu á Sólbergi og var áður á Mánaberginu.

Eftir að hið fyrrnefnda var tekið í drift hefur verið farinn einn túr á ári í Barentshafið en þeir voru tveir á Mánaberginu.

Sólbergið er einn fullkomnasti frystitogari landsins með heilmikilli vinnslu um borð.

Áhöfnin telur enda 34 menn og fiskurinn er unninn í flök og hnakkastykki og aðra bita.

Ekki hafa verið framleiddir hnakkar í túrnum í Barentshafi en heilmikil framleiðsla hefur verið á heimamiðum.

Sneisafullar lestar

 

                  Lestin var full af Afurðum mynd þorgeir baldursson 

              Löndun úr sólbergi á siglufirði mynd þorgeir Baldursson 

Lestar Sólbergs taka 732 tonn af unnum afurðum og þær voru sneisafullar þegar skipið kom til heimahafnar úr Barentshafinu í síðustu viku.

Mestmegnis eru þetta þorskafurðir og eitthvað af ufsa og ýsu. Þá var skipið með bæði mjöl og lýsi, nálægt um 200 tonn.

                   Lýsistankur hifður i land mynd þorgeir Baldursson 

           Mjöli landað úr framlestinni mynd þorgeir Baldursson 

Sigþór segir að eitthvað lítilræði hafi verið eftir af kvótanum og lítið mál hefði verið að veiða hann allan. Stöðva hefði þurft  veiðarnar þar sem meira komst ekki fyrir í lest.

Sigþór og áhöfn hans var komin í langþráð frí en Sólbergið var komið á Austfjarðamið með hinni áhöfninni. Sigþór segir talsverða óvissu með verðmæti aflans. Varlegt uppgjör var gert á 90% aflans en lokauppgjör fari fram síðar. Hann segir að venjulega fari aflinn beint í gáma til útflutnings en nú horfi þannig við að birgðir hafi eitthvað safnast upp.

Allt í hægagangi

Fiskifréttir ræddu við Sigþór í lok mars þegar skipið var komið með um 1.000 tonn upp úr sjó eftir einungis um hálfan mánuð á miðunum. Sigþór segir þennan túr í Barentshafið mun betri en þann sem var farinn í fyrra. Veiði hafi verið mikil en eftirtektarvert hafi verið hve lítið var af ýsu. Það sé í samræmi við það sem Norðmenn kvarti undan þessa dagana. Talsvert hafi verið af ufsa en þorskgegndin mikil. Fiskurinn út af Lófóten hafi verið vel haldinn og fullur af loðnu.

Sigþór segir að fiskverð hafi vissulega verið hátt undanfarið. Hann segir að þrátt fyrir óvissuna á mörkuðum vegna kórónuveirunnar sé alveg ljóst að afurðirnar seljist á endanum. Hann viti til þess að eitthvað hafi meira að segja opnast fyrir sölu á ferskum fisk frá íslenskum fiskvinnslum inn á Evrópu. Allt virki þó hægar en áður og menn verði einfaldlega að sýna biðlund.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061318
Samtals gestir: 50959
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 01:56:57
www.mbl.is