|                         2833 Maró sk 33 Mynd þorgeir Baldursson  
				
					
						|  |  
						| Magnús Jónsson og Róbert  Magnússon mynd þorgeir Baldursson |  Strandveiði bátur i eigu Magnúsar Jónssonar og Róbert Magnússonar nafn bátsins er nokkuð sérstakt en það eru fyrstu tveir stafirnir i nöfnum eigendanna báturinn var á strandveiðum i sumar og var gert út frá Sauðarkróki að sögn Magnúsar sem að jafnframt var skipstjóri Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá bátsmanni tíu metra langs fiskibáts á Skagafirði á fimmta tímanum í dag. Einn var um borð og var talsverður leki kominn að bátnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var á æfingu hélt strax áleiðis á staðinn auk þess sem sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru ræstar út. Þá hafði Landhelgisgæslan samband við áhafnir fiskiskipa og báta í grenndinni, sem og báta sem voru  löndun á Sauðárkróki, og óskaði eftir því að þær héldu á staðinn. Áhafnir fiskibátanna brugðust skjótt við og rúmum tuttugu mínútum eftir neyðarkallið voru þær búnar að koma fiskibátnum í tog og halda nú á Sauðárkrók. Þegar þangað verður komið mun slökkvilið staðarins dæla upp úr bátnum. |