24.04.2020 23:03Blængur með fullfermi
Í dag er verið að landa fulfermi úr frystitogaranum Blængi NK í Neskaupstað. Afli skipsins er 730 tonn upp úr sjó og verðmæti hans 225 milljónir króna. Ef ekki væri vegna neikvæðra covidáhrifa væri verðmæti aflans enn meira.
„Við byrjuðum fyrir austan land og leituðum þar að ufsa og karfa en þar var mjög rólegt. Heimasíðan ræddi við Theodór Haraldsson skipstjóra og spurði hvar aflinn hefði fengist. Þá var farið suður á Selvogsbanka og veitt þar í eina fimm daga. Þar fékkst þorskur, ýsa og ufsi. Fyrstu tvær vikurnar í túrnum var hreint út sagt brjálað veður eins og hefur verið alltof oft á nýliðnum vetri, en þegar tók að lægja fórum við út í Skerjadýpi og þar aflaðist afar vel af djúpkarfa, gullkarfa og gulllaxi. Þarna var sannkölluð kraftaveiði og þarna vorum við í tíu daga. Að loknum veiðunum í Skerjadýpinu var haldið vestur á Hampiðjutorg í grálúðu en þar reyndist vera rólegt. Þá var farið norður fyrir á Tunguna og þar var hörkuufsaveiði í sólarhring og þar fylltum við skipið. Í restina á túrnum fengum við æðislegt veður. Alls tók þessi veiðiferð 26 daga en aflinn fékkst að mestu á 20 dögum. Það er ekki ástæða til að kvarta yfir neinu að afloknum svona túr,“ segir Theodór. Gert er ráð fyrir að Blængur haldi á ný til veiða á þriðjudagskvöld. Til stóð að skipið færi í Barentshafið en því hefur verið frestað. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1154 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060570 Samtals gestir: 50938 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:22:06 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is