Það var fallegt veður á Dalvik i gær þegar ég fór og myndaði dýpkunnarframkvæmdir i höfninni
en það er Björgun H/F sem að sér um það verk og voru pétur mikli og Reynir að störfum þar
reiknað er með að verkið taki 7-10 daga og það verður haldi til Akureyrar i áframhaldandi vinnu þar
það var dráttarbáturinn Seifur sem að sá um að sækja reynir til Reykjavikur og draga hann norður
|
2955 Seifur og Reynir leggja af stað frá Reykjavik mynd Hilmar Snorrasson
|
Dalvik i gær frystihús Samherja i Bakgrunni mynd þorgeir 26 april
|
Dýpkað við viðlegukant á Dalvik Mynd Þorgeir Baldursson
|
Pétur mikli og Reynir að störfum mynd þorgeir Baldursson 26 April 2020
|
Dýpkun á Dalvik Mynd þorgeir Baldursson 26 april 2020
|
Dýpkun mynd þorgeir Baldursson 26april 2020
|
Pétur Mikli og Reynir i Dalvikur höfn mynd þorgeir Baldursson 26 April
|
Dalvikurhöfn i gær Mynd Þorgeir Baldursson 26 april 2020
Mikil umsvif hafa verið á hafnarsvæðinu á Dalvík á síðustu árum og var nýr hafnargarður, Austurgarður, formlega vígður í nóvember, en hann er ofarlega hægra megin á myndinni. Efnisflutningaskipið Pétur mikli og gröfupamminn Reynir frá Björgun hf. hafa undanfarið verið við dýpkun við Austurgarð og viðhaldsdýpkun við Norðurgarð. Reiknað er með að þeirri vinnu ljúki í dag.
Framkvæmdir við Austurgarð hófust 2017 og var fyrsta verkefnið að breyta og færa grjótgarðinn, efst hægra megin á myndinni. Dýpka þurfti í höfninni og síðan var stálþil rekið niður og fyllingin látin síga áður en þekjan var steypt. Á hafnarsvæðinu hafa m.a. risið masturshús og spennistöð, sem var tengd við varðskipið Þór þegar rafmagnslaust varð í Dalvíkurbyggð í nokkra daga eftir mikið óveður 10. desember í fyrra.
Vinnubúðir frá verktakafyrirtækinu Munck eru á Austurgarði, en verða á næstunni fluttar til Grænlands.
Nýtt og fullkomið fiskiðjuver Samherja hefur á síðustu mánuðum risið við Austurgarð, þar sem tveir togarar eiga að geta athafnað sig samtímis. Eldra frystihús Samherja er fyrir ofan verbúðir, sem standa á fjörukambinum vinstra megin ofan við miðja mynd
Næst á myndinni til hægri er Suðurgarður og til vinstri eru smábátabryggjur.
aij@mbl.is
|
|
|
|
|
|
|
|