06.05.2020 23:44

Góð Aflabrögð á pollinum

Gunnar Anton Jóhannsson á Petreu EA-24 segir veiðina hafa gengið .

                                                      Gunn­ar Ant­on Jó­hanns­son á Petr­eu EA-24 seg­ir veiðina hafa gengið þokka­lega þrátt fyr­ir hrygn­ing­ar­tíma­bilið. mbl.is/Þ?or­geir Bald­urs­son

„Við róum hérna nokkr­ir frá Ak­ur­eyri og afl­inn var nokkuð mis­jafn, úr 400 kíló­um upp í 450 kíló.

Sum­ir komn­ir í land um há­degi og aðrir eft­ir há­degi. Það er ein­hver fisk­ur en það mjög vont eiga við hann,

það kannski fást tvö eða þrjú rennsli og svo kannski ekk­ert í lang­an tíma,“ seg­ir Gunn­ar Ant­on Jó­hanns­son á Petr­eu EA-24 í sam­tali við 200 míl­ur um upp­haf strand­veiðanna,

en þær hóf­ust á miðnætti aðfar­arnótt mánu­dags. Hann seg­ir fisk­inn á mik­illi ferð á þess­um tíma á meðan hrygn­ingu stend­ur.

„Veðrið var mjög gott í dag. Ég fór út um klukk­an fimm í nótt og kom heim um eitt og það vara blanka logn.

Gott að eiga við þetta þegar það er svo­leiðis,“ seg­ir Gunn­ar Ant­on.

Hann seg­ir í dag vera fyrsta veiðidag strand­veiðimanna í Eyjaf­irði enda var kol­vit­laust veður í gær og fyrra­dag. „Ég held það hafi verið þokka­legt fiskirí hjá öll­um.“

Nokkur fjöldi smábáta í Eyjafirði hófu strandveiðarnar í dag.

                                                                                                      Nokk­ur fjöldi smá­báta í Eyjaf­irði hófu strand­veiðarn­ar í dag. mbl.is/Þ?or­geir Bald­urs­son 

„Maður veit aldrei hvernig þetta verður þegar fisk­ur­inn er í svona hrygn­ing­ar­ástandi, en menn reyna bara að vera bjart­sýn­ir á að hægt verði að veiða í nokkra daga.

En við erum bara bjart­sýn­ir, við gömlu karl­arn­ir sem erum að eiga við þetta. Það þýðir ekk­ert annað,“ út­skýr­ir Gunn­ar Ant­on og bæt­ir við að næg loðna sé á svæðinu enda þorsk­ur­inn stút­full­ur af henni.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4129
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 995550
Samtals gestir: 48569
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:28:44
www.mbl.is