26.05.2020 22:24

Gullver i skitabrælu i Hvalbakshallinu

                      1661 Gullver Ns  12 mynd þorgeir Baldursson 

 

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær og hélt til veiða strax að löndun lokinni.

  Þórhallur Jónsson skipst © þB

Heimasíðan ræddi við Þórhall Jónsson skipstjóra í hádeginu í dag.

„Það er ekkert sérstaklega gott af okkur að frétta.

Við erum nú í skítabrælu í Hvalbakshallinu með trollið inni á dekki.

Við náðum bara tveimur holum áður en veðrið skall á. Það hafa verið hérna einir 20-30 metrar og haugasjór þannig að það er ekki mögulegt að veiða,

en það á víst að lægja þegar líður á daginn. Við lönduðum í gær einum 112 tonnum af blönduðum afla, en mest var af ýsu og þorski.

Túrinn gekk afar vel, við byrjuðum í Lónsbugtunni, vorum síðan ofarlega í Berufjarðarál og enduðum í Lónsdýpinu. Túrinn tók bara fjóra sólarhringa.

Að lokinni löndun var strax haldið til veiða á ný og er ráðgert að við komum til löndunar á fimmtudag eða föstudag.

Áhrifa kórónuveirufaraldursins virðist gæta minna en áður og því eru engin rólegheit lengur,“ segir Þórhallur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is