27.07.2020 21:51

Kostnaður myndi aukast

           Léttabátur af Vs Týr i fiskveiðieftiliti mynd þorgeir Baldursson 2020

Bæði Landhelgisgæslan og Fiskistofa taka vel í tillögur um aukið samstarf. Landhelgisgæslan gæti fjölgað úthaldsdögum varðskipa um þriðjung og nýtt flugvélina meira hér heima til eftirlits með fiskveiðiauðlindinni.

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni gerir það að tillögu sinni að Landhelgisgæslu Íslands verði falið „aukið hlutverk við framkvæmd sjóeftirlits en að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins og beri ábyrgð á áhættustýringu þess að höfðu samráði við Landhelgisgæsluna.“

Ennfremur verði gerð „samstarfsyfirlýsing milli viðkomandi ráðuneyta, Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar með það fyrir augum að nýta skipa- og tækjakost Landhelgisgæslunnar betur þannig að eftirlit á sjó verði markvissara en það er í dag og þekja eftirlitsins betri.“

    Sjóeftirlit fiskistofu og Landhelgisgæslu mynd þorgeir Baldursson 2020
 

Verkefnastjórnin nefnir það í skýrslu sinni að ein helsta takmörkun hefðbundins fiskveiðieftirlits sé „hversu mannaflafrekt og dýrt það er. Af þvi leiðir að þekja eftirlitsins er lítil í þeim skilningi að það nær einvörðungu til lítils hluta veiðiferða eða landana.“

Kostar sitt

„Okkur líst mjög vel á þetta,” segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Hann segir Landhelgisgæsluna auðveldlega geta fjölgað úthaldsdögum varðskipa um að minnsta kosti þriðjung. Flugvél Landhelgisgæslunnar er auk þess töluverðan hluta ársins í verkefnum erlendis.

„Á meðan kostar hún ríkissjóð ekki neitt því hún er rekin af Evrópusambandinu. Við gætum vel haft góð not af henni hér heima. Við gætum verið að fljúga hér eftirlitsflug 3-4 sinnum í viku eins og fyrirhugað var,“ segir hann.

Hann tekur þó fram að það kosti sitt. Þessar hugmyndir, sem settar eru fram í skýrslu verkefnastjórnarinnar, muni hafa töluverðan kostnað í för með sér.

Eftirsóknarvert

Verkefnastjórnin óskaði eftir afstöðu Fiskistofu til breyttra áherslna í sjóeftirliti. Stofnunin tekur undir það að mikilvægt sé að auka sjóeftirlit og bæta það.

                                Skipverjar á Vs Týr við fiskveiðieftirlit mynd Þorgeir Baldursson júli 2020

„Brottkast er eitt af alvarlegustu og jafnframt erfiðustu eftirlitsverkefnunum á veiðieftirlitssviði Fiskistofu,“ segir í svarinu. „Árangur eftirlits með brottkasti að mati Fiskistofu er að miklu leyti bundinn viðveru veiðieftidits¬manna um borð og lengd veiðiferðar. Í hlutfallslegu samhengi er vera eftirlitsmanna um borð mjög óveruleg miðað við heildarfjölda veiðiferða skipa.“

Eftirsóknarvert sé að auka samstarf og aðkomu Landhelgisgæslunnar að eftirliti úti á sjó: „gæslan á skip og búnað til að nálgast fiskiskipin úti á sjó og hægt er að vinna slík verkefni í samstarfi stofnananna. Með þvi móti er hægt að komast um borð í mörg skip á skömmum tíma til að sinna eftirliti með veiðarfærum, aflasamsetningu og afladagbókum o.fl. Skilvirkara og hagkvæmara eftirlit fæst með þvi og betri nýting á almannafé.“

        Gert klárt  til uppgöngu i skip mynd þorgeir Baldursson 

Ennfremur bendir Fiskistofa á að hagkvæmt sé „að nýta léttabáta og smærri báta við eftirlit á sjó umfram varðskip LHG, til dæmis á grunnslóð. Góð reynsla er af notkun slíkra báta til eftirlits á sjó í Noregi.“

Þá hafi notkun Landhelgisgæslunnar á flugvél í eftirlitsskyni og þeirri tækni sem vélin er búin „gefið góða raun í veiðieftirliti með brottkasti en flugvélin er verulega vannýtt í þeim tilgangi. Mjög má bæta eftirlit með brottkasti með því að virkja LHG til eftirlits með þeirri tækni og þekkingu sem þar er til staaar og um leið nýta þá þekkingu sem Fiskistofa býr yfir, s.s. áhættumat og greiningarvinnu, til að tryggja að eftirlit sé haft með þeim skipum þar sem áhættan er mest.“

Samstarfið aukið

Ásgrímur segir að Landhelgisgæslan hafi verið að auka samstarf við Fiskistofu, og þá reynt að halda sig innan þeirra fjárhagsmarka sem ríkið setur.

Nýverið voru tveir eftirlitsmenn frá Fiskistofu um borð í varðskinu Tý, en þá er siglt á milli skipa og farið um borð.

        Starfsmaður Fiskistofu Mælir afla um borð  mynd þorgeir Baldursson 

„Það er ekkert nýmæli, við höfum gert það áður og munum halda því áfram og vonandi auka það. Okkar menn fara þá í öryggiseftirlitið, en þeir fara í aflann og aflasamsetningu. Það er svo sem líka það sem okkar menn hafa verið að gera þegar farið hefur verið í skyndiskoðanir.”

Stundum hafa menn frá Fiskistofu líka verið meðferðis í eftirlitsflugi meðfram ströndinni á þyrlunum.

„Þá erum við aðallega að kíkja eftir netalögnum. Við erum búnir að fara að minnsta kosti eitt langt flug núna í sumar með eftirlitsmennina þeirra í svoleiðis, og svo stendur til annað á næstunni. Þetta er eitthvað sem við vildum geta gert meira af, bæði Fiskistofa og við.“

  Sigurður,Þórir, Baldvin og Hálfdán mynd þorgeir Baldursson júli 2020

 

Á síðasta ári fékk Landhelgisgæslan eftirlitsdróna frá Evrópusambandinu, sem gaf góða raun en þó segir Ásgrímur ákveðna annmarka hafa komið í ljós.

„Dróni af þessari tegund nýtist varla mikið yfir vetrarmánuðina, en hann nýttist vel hér yfir skárri hluta ársins. En við höfum meiri áhuga á að prófa dróna sem við getum haft um borð í varðskipunum og gert út frá þeim.”

        Vs Týr á reki á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson júli 2020

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120240
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34
www.mbl.is