28.07.2020 09:17

Akurey AK 10 mokfiskar i tvö troll

TVEGGJA TROLLA VEIÐARNAR VIRKA FULLKOMLEGA

                        2890 Akurey Ak 10 mynd þorgeir Baldursson 

,,Það hefur allt gengið að óskum og veiðar með tveimur trollum í stað eins hafa virkað fullkomlega. Tvö troll voru alfarið notuð í síðustu veiðiferð og það sem af er þessari og árangurinn er alltaf betur að koma í ljós.”

Þetta segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK, en reynsla er óðum að komast á veiðar skipsins með tveimur trollum samtímis í stað eins. Til þess að gera mönnum mögulegt að beita þessari veiðitækni þurfti að setja þriðju togvinduna í skipið auk tveggja nýrra grandaravinda. Um það verk sáu starfsmenn Stálsmiðjunnar / Framtaks en allur vindubúnaður í skipinu er frá Naust Marine.

Að sögn Eiríks eru notuð tvö 360 möska Hemmertroll frá Hampiðjunni á Akureyri við veiðarnar í stað eins 470 möskva Hemmertrolls. Notaðir eru gömlu Thybörön toghlerarnir sem samtals vega 7,4 tonn. Milli trollanna tveggja er rúmlega fimm tonna snúningslóð en það tengist skipinu með togvír frá nýju tovindunni og innri gröndurum.

,,Við notum svokallaða rússa sem gilsunum er húkkað í. Það eru engar stroffur á trollpokunum og þrýstingur á fisknum í pokunum er því í lágmarki. Svo hefur það auðvitað sitt að segja að t.d. tíu tonna hol dreifist á tvo trollpoka í stað eins. Allt hjálpar þetta til að bæta meðferð aflans,” segir Eiríkur Jónsson sem reyndar er í fríi í þessum túr. Akurey er nú á Látragrunni og er Magnús Kristjánsson skipstjóri í veiðiferðinni.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120240
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34
www.mbl.is