04.08.2020 23:00

Ferjuskipaútgerð i vondum málum vegna Covid smits

 

        Ronald Amundsen i Tromsö mynd Eirikur Sigurðsson 2020

frett af mbl.is

Lög­regl­an í Tromsø í Nor­egi hef­ur hafið rann­sókn á norsku farþega­skipa­út­gerðinni Hurtigru­ten og hver til­drög þess voru að á fjórða hundrað farþegum í tveim­ur viku­löng­um sigl­ing­um MS Roald Amundsen var ekki til­kynnt fyrr en und­ir kvöld á föstu­dag, að farþegi í fyrri sigl­ing­unni greind­ist með kór­ónu­veiru­smit á miðviku­dag­inn var.

Eru stjórn­end­ur Hurtigru­ten grunaðir um stór­fellt brot á norsk­um sótt­varna­lög­um með því að hafa fyrst sniðgengið til­mæli lækn­is í Vesterå­len, sem meðhöndl­ar farþeg­ann, og í kjöl­farið skýr fyr­ir­mæli Lýðheilsu­stofn­un­ar Nor­egs (FHI) um að hafa taf­ar­laust sam­band við alla farþega sigl­ing­anna tveggja og greina þeim frá því að þeir yrðu að fara í sótt­kví og gang­ast und­ir veiru­próf.

Þögðu um smit við 209 farþega

Frétt af mbl.is

Þögðu um smit við 209 farþega

Norska dag­blaðið VG greindi frá því í gær, að stjórn­end­ur Hurtigru­ten hefðu lagst ein­dregið gegn því að sveit­ar­fé­lag farþeg­ans, sem fyrst greind­ist með veiru­sýk­ingu, sendi út frétta­til­kynn­ingu um málið, þar sem þeir vildu ekki að sýk­ing­in um borð yrði gerð heyr­um kunn.

Hef­ur blaðið fengið að sjá tölvu­póst­sam­skipti, er að þessu lúta, og birti í gær eft­ir­far­andi klausu úr tölvu­pósti frá Mart­in Lar­sen Dra­ge­set, sótt­varna­lækni í Hadsel í Vesterå­len, til FHI: „Hurtigru­ten ósk­ar eft­ir því að málið kom­ist ekki í há­mæli. Þetta kom fram í sam­tali við upp­lýs­inga­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir biðja um að fá að leysa málið sjálf­ir,“ rit­ar lækn­ir­inn í pósti sín­um.

Öllum sigl­ing­um af­lýst

Af farþega­hóp­un­um tveim­ur var sá síðari, 209 manns, um borð í Roald Amundsen þegar boðin bár­ust frá Line Vold, deild­ar­stjóra hjá FHI, en eng­inn þeirra fékk þó að vita neitt fyrr en í land var komið í Tromsø tveim­ur dög­um síðar. Hurtigru­ten hef­ur rifað segl­in í kjöl­far máls­ins og hætt öll­um farþega­sigl­ing­um, en eins og greint var frá á mbl.is um helg­ina kom upp úr kaf­inu að 34 úr áhöfn skips­ins reynd­ust smitaðir og hafa nú fimm farþegar að auki greinst með kór­ónu­veiru­smit svo alls hafa, að meðtöld­um þeim fyrsta sem greind­ist, 39 manns af skip­inu greinst með smit. Um helg­ina var talað um 36 úr áhöfn, en tveir, sem í fyrstu virt­ust smitaðir, reynd­ust það ekki og leiðrétti FHI töl­una í gær­kvöldi.

Upp­fært 4. ág­úst kl. 11:00: Í morg­un bár­ust hins veg­ar frétt­ir af tveim­ur nýj­um smit­um hjá farþegum svo heild­artal­an er 41 smit.

Hurtigruten stöðvar starfsemi farþegaskipa

Frétt af mbl.is

Hurtigru­ten stöðvar starf­semi farþega­skipa

Farþegar sigl­ing­anna tveggja búa í 69 sveit­ar­fé­lög­um vítt og breitt um Nor­eg og keppt­ust heilsu­gæslu­stöðvar og starfs­fólk Hurtigru­ten við að ná sam­bandi við fólkið með tölvu­pósti, SMS-skeyt­um og hring­ing­um frá því síðdeg­is á föstu­dag og alla helg­ina. Þegar mest var sátu 60 í sótt­kví í Tromsø, en í gær hafði þeim fækkað í 40.

Vissi ekki neitt

„Ég varð hrein­lega fyr­ir áfalli,“ seg­ir Lise Horg­mo, 46 ára gam­all geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur frá Þránd­heimi, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Horg­mo var í sum­ar­fríi og með seinni sigl­ingu Roald Amundsen frá Tromsø til Sval­b­arða og til baka. Vissi hún ekk­ert af mál­inu fyrr en hún hafði tekið leigu­bíl, flogið til Þránd­heims, farið í búðina og svo heim.

Geðhjúkrunarfræðingurinn Lise Horgmo segir sínar farir ekki sléttar eftir siglinguna .

Geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn Lise Horg­mo seg­ir sín­ar far­ir ekki slétt­ar eft­ir sigl­ing­una ör­laga­ríku með MS Roald Amundsen í síðustu viku. Hún sit­ur nú í sótt­kví síðustu daga sum­ar­frís­ins sem hún mun eiga sjö klukku­stund­ir eft­ir af þegar sótt­kví lýk­ur. Ljós­mynd/Ú?r einka­safni

Grein­ir hún frá því að hún hafi verið með þeim fyrstu frá borði þegar skipið kom til Tromsø, farið á hót­el skammt frá höfn­inni og pantað þangað leigu­bíl. „Svo fór ég bara upp á flug­völl þar sem ég átti pantað flug heim til Þránd­heims,“ seg­ist Horg­mo frá, en hún gekk þá með öllu grun­laus um smit sem stjórn­end­ur Hurtigru­ten höfðu vitað um í tvo sól­ar­hringa. Hún flaug heim grímu­klædd eins og regl­ur um inn­an­lands­flug í Nor­egi gera ráð fyr­ir, sett­ist upp í bif­reið sína, kom við í búðinni og fór svo á heim­ili sitt þar sem hún býr ein.

„Ég fékk tölvu­póst [frá Hurtigru­ten] klukk­an 18:27, en ég les aldrei póst­inn minn. Svo klukk­an hálf­níu fæ ég SMS-skila­boð um smitið,“ seg­ir Horg­mo og þá kom áfallið. „Þessi hátt­semi er með ólík­ind­um, ég var búin að taka leigu­bíl, fara í flug og kaupa í mat­inn og ég vissi ekki neitt,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn. Hún hafi svo fengið sím­tal frá Hurtigru­ten þar sem hún hafi verið beðin af­sök­un­ar á þess­ari hand­vömm.

Sjö tím­ar eft­ir af frí­inu

„Það breytti nú satt að segja ekki miklu,“ seg­ir Horg­mo sem gekkst und­ir veiru­próf seint á föstu­dags­kvöld og fékk sér til mik­ils létt­is að vita, um há­degi á laug­ar­dag, að prófið hefði reynst nei­kvætt. Það í sjálfu sér var þó skamm­góður verm­ir. Þar sem hún starfar í heil­brigðis­stétt þarf hún að gang­ast und­ir annað próf í dag og hvað sem öll­um niður­stöðum líður er hjúkr­un­ar­fræðingn­um nauðugur einn kost­ur að sitja í sótt­kví á heim­ili sínu það sem eft­ir lif­ir sum­ar­frís­ins.

„Það verða sjö klukku­tím­ar eft­ir af frí­inu mínu þegar sótt­kvínni lýk­ur,“ seg­ir Horg­mo og vott­ar fyr­ir hlátri þrátt fyr­ir um­gjörð máls­ins. „Ég ætlaði að nota vik­una núna til að aka niður eft­ir til Sogn­sæv­ar og Firðafylk­is [nú Vestland­et-fylki] og skoða mig um þar, ég bjó þar einu sinni,“ seg­ir Lise Horg­mo í Þránd­heimi sem fer beint úr sótt­kví í vinn­una í næstu viku.

  •  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1064
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060480
Samtals gestir: 50933
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:39:58
www.mbl.is