11.08.2020 13:46

Góð veiði hjá Gullver Ns 12

Gullver NS heldur til veiða sl. miðvikudag. Ljósm. Ómar Bogason

Gullver NS heldur til veiða sl. miðvikudag.
Ljósm. Ómar Bogason

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær að lokinni vel heppnaðri veiðiferð. Afli skipsins var rúmlega 112 tonn eða fullfermi, uppistaðan þorskur en einnig nokkuð af ýsu, karfa og ufsa.

 

Heimasíðan ræddi við Steinþór Hálfdanarson stýrimann og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við byrjuðum í Berufjarðarál og á Papagrunni að leita að ufsa. Það gekk ekkert sérstaklega vel og það er bara spurning hvar ufsinn heldur sig. Síðan vorum við innan við Litladýpi í þorski og enduðum á Herðablaði. Þorskaflinn var góður en það þarf að hafa fyrir því að ná í hann. Við enduðum með fullt skip og túrinn tók einungis rétt rúma fjóra sólarhringa. Aflinn var um 30 tonn á dag og það er ekki hægt að kvarta undan því. Þá ber að nefna að það var einstök blíða allan túrinn. Við urðum ekkert varir við makríl í túrnum en trollið var hins vegar loðið af kolmunna allan tímann,“ segir Steinþór.

Í viðtali við Ómar Bogason, skrifstofustjóra í frystihúsinu á Seyðisfirði, kom fram að vinnsla hefði byrjað á fullu í húsinu sl. föstudag að lokinni sumarlokun. Gat hann þess að í frystihúsinu er áfram fylgt ströngum covid-reglum og er starfsfólkinu meðal annars skipt upp í fimm hópa sem ekki umgangast hver annan.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is