11.08.2020 22:37Horfst i augu við lunda og ToppskarfaSiggeir Pétursson stökk inn í afleysingar á skemmtiferðaskipinu Særúnu á Stykkishólmi á dögunum.Siggeir hefur undanfarin 15 ár búið og starfað í Brasilíu en flúði kófið þar og stundar nú strandveiðar meðfram skipstjórn á Særúnu.
Særún er tvíbytna sem tekur allt að 115 farþega. Um borð er veitingasalur með sæti fyrir 98 manns. Á dekkinu eru bekkir fyrir farþega og útisvæði þar sem hægt er að njóta náttúrunnar og leiðsagnar.
Aftan á dekkinu er borð og plógur sem notaður er til að veiða ferksmeti úr sjónum og gefst farþegum færi á að smakka á aflanum.
Siggeir Pétursson stökk inn í afleysingar á skemmtiferðaskipinu Særúnu á Stykkishólmi á dögunum. Hann ætti að kunna handtökin því hann stofnaði upphaflega til þessara ferða með fyrirtæki sínu Eyjaferðum fyrir um 34 árum. Siggeir hefur undanfarin 15 ár búið og starfað í Brasilíu en flúði kófið þar og stundar nú strandveiðar meðfram skipstjórn á Særúnu. Siglt er frá Stykkishólmi inn á Hvammsfjörð við Suðureyjar Breiðarfjarðar. Eyjarnar eru nærri 3 þúsund talsins og skerin álíka mörg. Siglt er mjög eyjunum og eru farþegar í návígi við fuglalífið og lífið í sjónum. Á leiðinni er tekinn hörpudiskur og ígulker með plógnum.
Frakkarnir sólgnir „Farþegar snæða þessa lystisemdar beint úr skel og drekka hvítvín með. Frakkarnir eru sérstaklega sólgnir í þetta og ná að borða fyrir verðmæti ferðarinnar og sennilega nokkrum sinnum það. Það hafa reyndar verið mjög mikið af Íslendingum í þessum ferðum í sumar og nú hefur aðeins bæst við af öðrum þjóðernum. Þetta er dálítið sérstök upplifun því allir bera andlitsgrímur og taka þær niður rétt á meðan matast er.
Það kemur alltaf yfirdrifið nóg af skel upp þannig að það er nóg fyrir alla,“ segir Siggeir sem er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. Þetta er ein þeirra ferða sem í boði er innanlands sem erlendir ferðamenn hafa gefið hvað hæstu einkunn.
Hún tekur ekki nema tvær klukkustundir og fimmtán mínútur og farið er mjög nálægt mörgum eyjum. Fuglarnir eru yfirmáta spakir enda vanir ferðum bátsins um áratugaskeið.
Farið er næst um einn og hálfan metra frá hreiðrunum og farþegar horfast í augun á lundum, teistum, ritum, toppskörfum og múkkum.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is