26.08.2020 23:22

Þróar efnarafala í skip

Vélaframleiðandinn Yanmar Holdings og dótturfélag þess,  Yanmar Power Technology, hafa hafið þróun á efnarafal (e. fuel cell) til notkunar um borð í skipum.

Aflrásin byggir á sömu lögmálum og efnarafalar í bílum. Þróun búnaðarins er liður í þeirri viðleitni að gera aflrásir skipa og báta umhverfismildari.

                               Yannmar vélbúnaður um borð i Bergey VE Mynd þorgeir Baldursson 

 

Alþjóðsiglingamálastofnunin, IMO, hefur kynnt áform um að draga úr gróðurhúsalofttegundum í losun skipa og sjófara. Í ljósi þessa verða alþjóðlegar reglugerðir sem lúta að umhverfismálum á hafsvæðum hertar og nú þegar hefur innleiðing eftirlitssvæða með losun haft áhrif á skipaútgerð.

Eldsneytið í framtíðar aflrás Yanmar er vetni.  Orkan sem leysist úr læðingi við bruna vetnis er um þrisvar sinnum meiri en orkumyndun við bruna sama massa af jarðolíu og bensíni. Efnaraflar stýra hvarfi vetnis og súrefnis og við hvarfið verður til rafmagn sem knýr aflrásina. Eina aukaafurðin við hvarfið er hreint vatn.

Yanmar hefur undirritað viljayfirlýsingu við bílaframleiðandann Toyota sem þróun efnarafala ásamt háþrýstiþolnum vetnisgeymi sem byggir á sömu lögmálum og efnarafalakerfið í MIRAI efnarafalabílnum sem Toyota framleiðir. Yanmar stefnir að því að setja upp slíkt kerfi í eigin sjófari og hefja prófanir þegar á þessu ári.

Heimild Fiskifrettir 

Mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is