29.08.2020 10:53

Guðmund­ur í Nesi slær út Sól­bergið

            2626 Guðmundur i Nesi RE13  mynd þorgeir Baldursson 

Af vef mbl.is/200 milur 

Afla­marki fyr­ir fisk­veiðiárið 2020/?2021 hef­ur verið út­hlutað af Fiski­stofu.

Í heild hef­ur stofn­un­in út­hlutað 353 þúsund tonn­um í þorskí­gild­um en heild­ar­út­hlut­un­in nam 372 þúsund þorskí­gildist­onn­um á fisk­veiðiár­inu sem lýk­ur 1. sept­em­ber. Þá nem­ur út­hlut­un í þorski 202 þúsund tonn­um og í ýsu 35 þúsund tonn­um.

Að þessu sinni er það skipið Guðmund­ur í Nesi sem fær út­hlutað mestu afla­marki en Sól­bergið hlaut þann heiður við síðustu út­hlut­un.

Sól­berg fær út­hlutað 10.670 þorskí­gildist­onn­um sem er 300 tonn­um meira en í fyrra. Guðmund­ur í Nesi bætti hins veg­ar við sig 3.000 tonn­um og fær nú út­hlutað 13.714 þorskí­gildist­onn.

Bæði þessi skip skera sig úr þar sem tölu­verður mun­ur er á þeirra afla­marki og næstu skipa. Þetta kem­ur fram í bráðabirgðayf­ir­liti sem birt var á vef Fiski­stofu í gær og er tekið sér­stak­lega fram að enn eru fá­ein skip ófrá­geng­in og get­ur því út­hlut­un til skipa enn breyst lít­il­lega.

                              2917 Sólberg ÓF1 á veiðum i Barenthafi  mynd þorgeir Baldursson  2018

Flot­inn skrepp­ur sam­an

Þá vek­ur tölu­verða at­hygli að stærð fiski­skipa­flota Íslend­inga virðist drag­ast veru­lega sam­an. Fengu 413 skip út­hlutað afla­marki en þau voru 540 árið 2019 og hef­ur þeim þannig fækkað um 127 milli ára eða um 23,5%. Þar af fækk­ar króka­afla­marks­bát­um um 24,7% úr 316 í 238 og smá­bát­um með afla­mark um þriðjung úr 67 í 44. Er þetta mesti sam­drátt­ur­inn, en þetta ger­ist á sama tíma og strand­veiðibát­um fjölg­ar. Jafn­framt fækk­ar skip­um með afla­mark um 25 eða því sem nem­ur 21,7%, úr 115 í 90, og tog­ur­um fækk­ar um einn úr 42 í 41.

Alls eru það 326 út­gerðarfyr­ir­tæki sem fá út­hlutað afla­marki en það eru 10 færri en í fyrra. Brim hf. er með stærstu afla­marks­hlut­deild­ina og nem­ur hún 9,55%.

Þá hef­ur 62,41% af afla­mark­inu verið út­hlutað skip­um með heima­höfn á tíu stöðum. Þar af eru þrjár stærstu heima­hafn­irn­ar Reykja­vík með 11,42%, Grinda­vík með 10,49% og Vest­manna­eyj­ar með 10,45% en ít­ar­lega er fjallað um út­hlut­an­ir í upp­hafi fisk­veiðiárs­ins 

Útgerðirn­ar með mesta afla­markið

1. Brim hf. 9,55%

2. Sam­herji Ísland ehf. 6,91%

3. FISK Sea­food ehf. 6,32%

4. Þor­björn hf. 5,57%

5. Vís­ir hf. 4,20%

6. Rammi hf. 4,19%

7. Vinnslu­stöðin hf. 4,18%

8. Skinn­ey-Þinga­nes hf. 4,14%

9. Útgerðarfé­lag Rvk. hf. 3,88%

10. Síld­ar­vinnsl­an hf. 3,42%

Úthlutað aflamark í upphafi fiskveiðiársins 2020/2021

Bráðabirgðatölur þar sem úthlutun til nokkurra skipa var ófrágengin.

Heimild: Fiskistofa.

Skip Útgerð Heimahöfn Útgerðarflokkur Samtals þorskígildi kg. 1 Guðmundur í Nesi Útgerðarfélag Reykjavíkur Reykjavík Skuttogari 13.713.785

2 Sólberg Rammi Ólafsfjörður Skuttogari 10.670.410

3 Björgúlfur Samherji Dalvík Skuttogari 8.794.127

4 Björg Samherji Akureyri Skuttogari 8.218.005

5 Málmey FISK Seafood Sauðárkrókur Skuttogari 7.380.935

6 Akurey Brim Akranes Skuttogari 7.269.841

7 Drangey FISK Seafood Sauðárkrókur Skuttogari 7.214.941

8 Björgvin Samherji Dalvík Skuttogari 6.803.931

9 Kaldbakur Útgerðarfélag Akureyringa Akureyri Skuttogari 6.746.732

10 Breki Vinnslustöðin Vestmannaeyjar Skuttogari 6.689.828

11 Helga María Brim Reykjavík Skuttogari 6.599.017

12 Arnar FISK Seafood Skagaströnd Skuttogari 6.286.777

13 Höfrungur III Brim Akranes Skuttogari 6.123.086

14 Vigri Ögurvík Reykjavík Skuttogari 5.828.364

15 Júlíus Geirmundsson Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafjörður Skuttogari 5.711.702

16 Páll Pálsson Hraðfrystihúsið Gunnvör Hnífsdalur Skuttogari 5.334.681

17 Tómas Þorvaldsson Þorbjörn Grindavík Skuttogari 5.288.699

18 Gullver Síldarvinnslan Seyðisfjörður Skuttogari 5.181.527

19 Viðey Brim Reykjavík Skuttogari 5.173.370

20 Hrafn Sveinbjarnarson Þorbjörn Grindavík Skuttogari 4.934.955

21 Örfirisey Brim Reykjavík Skuttogari 4.902.039

22 Ljósafell Loðnuvinnslan Fáskrúðsfjörður Skuttogari 4.839.800

23 Sirrý Jakob Valgeir Bolungarvík Skuttogari 4.579.949

24 Blængur Síldarvinnslan Neskaupstaður Skuttogari 4.456.448

25 Tjaldur KG Fiskverkun Rif Skip með aflamark 4.343.409

26 Þórunn Sveinsdóttir Ós Vestmannaeyjar Skuttogari 4.043.528

27 Jóhanna Gísladóttir Vísir Grindavík Skip með aflamark 3.951.048

28 Steinunn Skinney Þinganes Hornafjörður Skuttogari 3.918.289

29 Þinganes Skinney Þinganes Hornafjörður Skip með aflamark 3.918.289

30 Dala-Rafn Ísfélag Vestmannaeyja Vestmannaeyjar Skip með aflamark 3.870.639

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is