|
Bátar á Siglufirði oliuleki mynd þorgeir Baldursson
|
Stafalogn á Siglufirði kemur í veg fyrir að bæjarbúar losni við megna olíulykt sem liggur yfir bænum.
Ástæðan fyrir lyktinni er sú að olía lak í sjóinn í gær. þegar verið var að dæla oliu á togbátinn Pálinu Þórunni Gk 49
sem að er i eigu Nesfisk i Garði
Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, segir að fyrir mannleg mistök hafi olía lekið í sjóinn þegar olía var afgreidd í skip í gær.
Slökkviliðið hreinsaði upp olíuna í tvígang í gær og er engin olía sjáanleg í sjónum lengur. Eins virðast fuglar hafa sloppið við olíumengunina.
„Þetta er bara lognið sem fer svona með okkur núna,“ segir Ámundi.
???????