26.10.2020 20:12

Drangur ÁR 307 Sökk við bryggju á Stöðvarfirði

 

            Drangur ÁR 307 sokkinn við bryggju á Stöðvarfirði i morgun 26 okt mynd þorgeir Baldursson 

 

Fram­kvæmda­stjóri Aur­ora Sea­food seg­ir að mik­il fjár­fest­ing liggi í bátn­um Drangi ÁR-307. sem sökk í höfn­inni á Stöðvarf­irði. Á þessu ári hafi miklu verið varið í bát­inn til að gera hann fær­an til sæ­bjúgna­veiða. Þetta sé mikið högg fyr­ir fyr­ir­tækið og komi ofan í erfiða markaði á heims­far­ald­urs­tím­um. 

„Skipið er ný­lega komið úr slipp. Það er búið að setja óhemju fjár­muni í að gera það hæft til sæ­bjúgna­veiða á þessu ári og því síðasta þegar við keypt­um það. Það ger­ir þetta ennþá gremju­legra og erfiðara fyr­ir okk­ur. En við get­um ekk­ert gert nema að horfa fram á veg­inn og koma öðru skipi á veiðar,“ seg­ir Davíð Freyr Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Aur­ora Sea­food.  

„Vertíðin er rúm­lega hálfnuð og það er al­veg ljóst að það er rosa­lega vont að missa at­vinnu­tæki sem er í rekstri. Tala nú ekki um þegar markaður­inn er erfiður fyr­ir sjáv­ar­af­urðir al­mennt,“ seg­ir Davíð Freyr. 

Afl­inn til mat­ar­gerðar í Kína 

Hann seg­ir að til þessa hafi gengið vel að selja sæ­bjúg­un og hef­ur nær all­ur afl­inn farið til Kína þar sem sæ­bjúg­un er notuð til mat­ar­gerðar. Und­an­far­in ár hef­ur fyr­ir­tækið flutt út 5-6.000 tonn. Á þessu ári er kvót­inn hins veg­ar um 2.000 tonn þar sem leyfi­leg­ur heild­arafli hef­ur minnkað. 

Níu skip hafa heim­ild til sæ­bjúgna­veiða á Íslandi. 

Drang­ur var sjó­sett­ur árið 1984 en að sögn Davíðs hef­ur mikið verið lagt í bát­inn til að gera hann hæf­an til sæ­bjúgna­veiða. „Það eru tug­ir millj­óna sem hafa farið í skipið bara á þessu ári,“ seg­ir Davíð. 

                                          1686 Drangur ÁR 307 mynd þorgeir Baldursson 26 okt 2020

Skipið ónýtt 

Hann seg­ir að fyr­ir­tækið eigi annað skip en notk­un þess var hætt 1. októ­ber þar sem heild­arafl­inn var mun minni en hann hef­ur verið. Næstu dag­ar muni hins veg­ar fara í það að hugsa um að koma Drangi úr höfn­inni. Hann seg­ir ljóst að Drang­ur sé nær ónýt­ur. „Þetta eru gaml­ir tog­ar­ar og verðmæt­in í svona skip­um eru ekki mik­il. Að end­ur­smíða svona skip kost­ar rosa­lega mikið. Svona skip kosta ein­hverja tugi millj­óna. Trygg­ing­ar­fjár­hæð á svona skip­um er yf­ir­leitt ekki svo há að það dekki alla þá fjár­fest­ingu sem er í bátn­um,“ seg­ir Davíð Freyr. 

Áhöfn­in í skýrslu­töku 

Áhöfn­in mun fara í skýrslu­töku hjá Rann­sókn­ar­nefnd sjó­slysa. Að sögn Davíðs var samið við hafn­ar­vörð um að fylgj­ast með því og nú verði farið í gegn­um það hvernig menn skildu við skipið. Ekki er kom­inn tím­arammi á það hvenær skipið verði dregið upp en málið er úr hönd­um fyr­ir­tæk­is­ins þar til af því verður.  

Köfunnarþjónusta Sigurðar Stefánssonar hefur verið fengin til að ná bátnum á flot en ekki er vitað á þessari stundu hvenar það muni verða 

              Sigurður Stefánsson Kafari á bryggjunni á Stöðvarfirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is