05.11.2020 14:42

Á flótta undan veðri

 

                          Birgir Þór Sverrissson  skipst á Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson

Ísfisktogararnir Gullver NS, Bergey VE og Vestmannaey VE eru allir í höfn í dag, en veðrið hefur verið slæmt að undanförnu. Gullver kom til Seyðisfjarðar í morgun með um 45 tonn og Vestmannaey kom til Neskaupstaðar með um 20 tonn. Heimasíðan heyrði hljóðið í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey. „Við vorum úti í rúma tvo sólarhringa og það var sannkallað drulluveður. Vegna veðursins gekk heldur treglega að veiða en við tókum þó ein sex hol. Við byrjuðum úti í Hvalbakshalli en hröktumst síðan norður eftir undan veðrinu. Við færðum okkur líka í gær af kantinum og upp á grunnslóðina en þar var veðrið heldur skárra. Það spáir vitlausu veðri aftur í dag og á morgun þannig að það er líklega best að hafa hægt um sig. Síðan held ég að eigi að koma einhver pása. Það má alltaf eiga von á svona veðurfari á þessum árstíma og menn verða bara að sætta sig við það en við vitum að það þarf að hafa næði til að finna fiskinn,“ segir Birgir Þór.

                                                   2954 Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is