05.11.2020 21:28

Seldur eftir nær 50 ára þjónustu

                                          Varðskipið Ægir  29 mars 2009 mynd þorgeir Baldursson 

 

„Það er auðvitað eft­ir­sjá að Ægi. Þetta er stór­merki­legt skip og eitt það besta sem ég hef verið á,“ seg­ir Hall­dór B. Nell­ett, skip­herra Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Aug­lýst var um helg­ina að til stæði að selja varðskipið Ægi. Skipið hef­ur ekki verið í notk­un hjá Land­helg­is­gæsl­unni síðustu ár og ligg­ur nú við Skarfa­bakka. Varðskipið Ægir hef­ur þjónað Land­helg­is­gæsl­unni lengi en það var smíðað í Dan­mörku árið 1968. Ægir átti stór­an þátt í 50 og 200 mílna þorska­stríðunum og var meðal ann­ars fyrst ís­lenskra varðskipa til að beita tog­vír­aklipp­um á land­helg­is­brjót.

Hall­dór byrjaði á Ægi 16 ára gam­all árið 1972. Hann seg­ir synd og skömm að Ægir hafi ekki verið gerður meira út og leng­ur. Skipið hafi nýst vel í þorska­stríðunum og bjargað óhemju mörg­um skip­um eft­ir það, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

„Það er sorg­legt að sjá hvernig var búið að fara fyr­ir þessu góða skipi. Und­an­far­in ár hef­ur mikið verið skorið niður og það er skelfi­legt hvað er lítið út­hald á varðskip­un­um. Þrátt fyr­ir góðæri hafa stjórn­völd ekki viljað spýta í og ég er veru­lega svekkt­ur yfir því. Núna erum við með eitt varðskip á sjó, Þór eða Tý. Það er af­leitt fyr­ir þjóð sem á allt sitt und­ir fisk­veiðum að vera ekki með meiri björg­un­ar­getu en það. Lág­markið er að vera með tvö skip á sjó, við erum með tvö góð skip en þetta snýst um áhafn­ir,“ seg­ir Hall­dór sem tel­ur löngu tíma­bært að huga að nýju varðskipi

Heimild Morgunblaðið 

mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4354
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 995775
Samtals gestir: 48574
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 15:36:40
www.mbl.is