06.11.2020 10:42Veiðar og varðveisla á lifandi fiskiTölvumynd af skipinu eftir breytingar mynd af heimasiðu Samherja
Samherji hefur fest kaup á uppsjávarskipi og stendur til að breyta skipinu fyrir bolfiskveiðar þar sem sú nýjung bætist við að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum. Þetta fyrirkomulag býður upp á mun meiri sveigjanleika í meðferð aflans og betri stýringu vinnuálags um borð og í landi. Um borð býður þessi aðferð upp á:
Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Þetta fer mun betur með aflann og er þessi aðferð vel þekkt úr laxeldis iðnaðinum við tilfærslu á lifandi fiski. Norðmenn hafa stundað þessar veiðar í töluverðum mæli síðustu ár og byggt upp regluverk í kringum þær. Þar er miðað við að sé fiski haldið lifandi skemur en 12 vikur þurfi ekki að meðhöndla hann sem eldisfisk, því ekki sé um eiginlegt fiskeldi að ræða heldur eingöngu geymsluform. Reglurnar snúast bæði um dýravelferð, þ.e. að fiskurinn verði ekki fyrir óþarfa hnjaski og að aðstaða sé um borð til að flokka og vigta allan afla. Sækja þarf um úttekt af hálfu Mattilsynet (Norsku Matvælastofnunarinnar) til að fá leyfi til þess að veiða og varðveita lifandi fisk. Ekki eru gerðar kröfur um íþyngjandi umhverfismat og þar sem ekki er um að ræða aukningu á lífmassa er mjög lítil mengun sem hlýst af því að varðveita fiskinn á þennan hátt. Eftir 4 vikur í kvíum þarf að bjóða fiskinum fóður (heilan fisk t.d. loðnu). Ef vilji er fyrir því að halda fiskinum lengur en 12 vikur er jafnframt hægt að sækja um sérstakt leyfi til að fá að geyma fiskinn í allt að 20 vikur. Eftir þann tíma gilda hins vegar sömu reglur og gilda um áframeldi á villtum fiski. Við hjá Samherja erum sannfærð um að mikil tækifæri til framfara felist í þessari aðferð. Aldur á fiski þegar hann kemur til vinnslu í hefðbundnum landvinnsluhúsum gæti farið úr 3-5 dögum niður í 0-12 klst. Afhendingaröryggi til landvinnslunnar ykist einnig til muna, því með að geyma fiskinn í kvíum væri hægt að jafna út skammtíma sveiflur þegar hráefnisskortur getur orðið vegna veðurs á miðum eða sveiflum í veiðum. Einnig aukast möguleikar á því að sækja inn á nýja markaði með ferskan ófrosinn fisk vegna mun lengri líftíma vörunnar og stöðugra framboði. Við höfum kynnt okkur þessa aðferðafræði í Noregi og hefur starfsfólk Samherja lagt umtalsverða vinnu í að kynna sér ýmis rannsóknarverkefni þessu tengd sem gerð hafa verið þar. Þetta fyrirkomulag á veiðum hefur ekki tíðkast hér á landi og regluverkið því ekki til staðar. Slíkt regluverk snýr meðal annars að vigtun og geymslu lifandi afla. Okkar sýn er er að í framtíðinni verði skip almennt útbúin þannig að þau geti komið með hluta aflans lifandi að landi. Til þess að sú þróun geti átt sér stað, er nauðsynlegt að reglugerðum verði breytt og þær aðlagaðar þannig að sjávarútveginum verði gert kleift að þróast í þessa átt. Nauðsynlegt er að sjávarútvegurinn og stjórnvöld fari í samstarf við að byggja upp regluverk til að halda utan um slíkar veiðar og stuðla þannig að bættri dýravelferð og verðmætaaukningu í bolfiskvinnslu. Samherji mun nýta nýja skipið sem prófstein á þessar veiðar í þeirri trú að hægt verði að eiga gott samtal við stjórnvöld. Heimasiða Samherja www.samherji.is
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4368 Gestir í dag: 69 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 995789 Samtals gestir: 48576 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 15:58:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is