15.11.2020 08:55Líklega hljóðlátasta skip heims
Af Vef Fiskifretta 8 nóvember 2020Guðjón Guðmundsson 8. nóvember 2020 kl. 13:00 Jákup Sverri, nýtt hafrannsóknaskip Færeyinga.Nýju rannsóknaskipi Færeyinga, Jákup Sverri, var gefið nafn í síðustu viku í MEST skipasmíðastöðinni í Færeyjum. Samkvæmt viðurkenndum neðansjávarmælingum er skipið líklega það hljóðlátasta í heimi. Tvö ár í smíðum Rannsóknaskipið var tvö ár í smíðum. Fyrra árið fór í að ljúka smíði skrokksins í WBS skipasmíðastöðinni í Litháen og síðara árið fór í að ganga að fullu frá skipinu hjá MEST skipasmíðastöðinni í Þórshöfn. Skipið er 54 metrar á lengd og 13,6 á breidd. Það gengur hraðast 15 hnúta. Í því eru 13 eins manns klefar, 6 tveggja manna klefar og sjúkrastofa með tveimur rúmum. Skipið er með sjö þilför og í því er að finna stórt fundarherbergi og líkamsræktarsal. Jákup Sverri er útbúinn hátæknivæddum búnaði til fisk- og hafrannsókna og jarðskjálftamælinga. Á skipinu er fellikjölur sem nýtist til þess að koma viðkvæmum mælitækjum á þriggja metra dýpi undir skipinu. Í skipinu er vinnsla, rannsóknastofa og sérútbúin rými til vísindarannsókna. Jákup Sverri er með dísil-rafknúinni aflrás. Hlutverk hennar er ekki einungis að draga úr eldsneytisnotkun skipsins heldur ekki síður úr hljóðum. Rafmótor knýr fimm blaða skrúfuna og það er þess vegna án gírbúnaðar. Afkastageta aflrásarinnar er 2.400 kW sem umreiknað er 3.200 hestöfl. Raforkan er framleidd í tveimur dísilknúnum rafölum af gerðinni Wärtsilä 8L20, sem hvor um sig hefur afkastagetu upp á 1.500 kW. Auk þess er skipið með rafknúnum vindum þannig að í stað þess að vökvaleiðslna tengjast rafleiðslur vindunum og því engin hætta á leka frá vökvabúnaði. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is