16.11.2020 14:12

Hoffell með nýtt kælikerfi

Undanfarnar sex vikur hefur Hoffellið verið í slipp í Þórshöfn í Færeyjum.

Stærsta verkefnið var að skipta um kælikerfi, en undirbúningsvinna fyrir þau skipti hafði verið framkvæmd í áföngum.

Þá var gírinn fyrir aðalvélina einnig yfirfarinn og ljósavélin tekin upp.

Kjartan Reynisson útgerðarstjóri sagði að allt hefði gengið nokkurn vegin samkvæmt áætlun og verkin væru vel unninn líkt og áður hjá frændum vorum í Færeyjum. 

Þá var gert við smáræði hér og þar, málað og snyrt. “Þetta var góð yfirhalning” sagði Kjartan og bætti því við að fyrirbyggjandi viðhald væri ávalt farsælast.

Skip Loðnuvinnslunnar fara að jafnaði í slipp annað hver ár, þar sem þau eru botnhreinsuð og máluð auk venjubundins viðhalds.

En þegar mikið þarf að gera líkt og að skipta út kælikerfi þarf að fara oftar, það liggur í hlutarins eðli.

Nú er Hoffellið lagt af stað á miðin og mun þessi túr segja til um gæði nýja kælikerfisins en það á að geta kælt hraðar og betur en það sem fyrir var.

Ávalt hefur verið metnaður hjá LVF að hafa skip, báta, vélar og tæki í fullkomnu ástandi þannig að öryggi þeirra sem starfa sé ávalt eins og best verður á kosið. Og þá geta Hoffellsmenn raulað við störf sín: “stolt siglir fleygið mitt”.

 Heimasiða Loðnuvinnslunnar  BÓA

                 Nýtt Kælikerfi um borð i Hofelli su  Mynd kjartan Reynisson 

                             2885 Hoffell SU 80 heldur til Sildveiða mynd þorgeir Baldursson 2020

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2319
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993740
Samtals gestir: 48564
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:09:39
www.mbl.is