|
2909 Bjarni Ólafsson AK 70 Mynd þorgeir Baldursson
|
Bjarni Ólafsson AK heldur til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu í dag. Í tilefni af því sló heimasíðan á þráðinn til Runólfs Runólfssonar skipstjóra.
„Við munum halda til veiða í dag en oft hefur veiðin í færeysku lögsögunni verið að byrja um þetta leyti.
Færeysk skip hafa að undanförnu verið að fá þarna smáan kolmunna en sá stærri er væntanlega handan við hornið.
Á undanförnum árum hefur veiðin oft verið góð á þessum árstíma en svo var þó ekki í fyrra enda alltaf vitlaust veður.
Við gerum ráð fyrir að leggja stund á þessar veiðar fram að jólum eða á meðan kvóti er til staðar.
Menn eru bara bjartsýnir á veiðarnar. Það er þó fyrirsjáanlegt að veðrið verður slæmt síðustu daga þessarar viku en síðan mun það ganga niður eins og alltaf,“ segir Runólfur.
Af heimasiðu SVN
|
2881 Venus NS 150 mynd þorgeir Baldursson 2020 |
Við þetta má bæta að Vikingur AK og Venus NS er lika á miðunum og siðan munu skip Eskju vera lögð af stað
Jón Kjartansson Su 111 fór fyrstur siðan fór Guðrún Þorkelsdóttir Su 211 i kvöld
og siðastur fer Aðalsteinn Jónsson Su 11 sennilega á Fimmtudagskvöld og er talað um að skipin verði fram að jólum
|
2882 Vikingur AK 100 mynd þorgeir Baldursson 2019
|
2944 Guðrún Þorkelsdóttir Su 211 mynd þorgeir Baldursson 2020
|
2949 Jón Kjartansson Su 111 mynd þorgeir Baldursson 2020
|
2929 Aðalsteinn Jónsson SU 11 mynd þorgeir Baldursson 2020 |
|
|
|