21.11.2020 13:40

Mokafli þegar veður leyfir

                                                     2184 Vigri RE71 mynd þorgeir Baldursson  

Vigri RE er að nálgast tíu þúsund tonna heildarafla á árinu. Slík afköst á frystiskipi standa og falla með afburða góðri áhöfn, að sögn skipstjóra.

 

„Við erum vestur í kanti vestan við Halann og hér hefur verið mokafli undanfarna þrjá sólarhringa. Nú er veður tekið að versna og það þarf að hafa fyrir hlutunum. Við erum komnir með um 920 tonna afla í túrnum en við eigum að vera komnir í höfn í Reykjavík nk. mánudag.”

„Nú erum við á höttunum eftir ufa og aflinn hér í kantinum hefur verið stórufsi og vottur af ýsu með. Þegar aflabrögðin voru best stjórnaði vinnslugetan alveg ferðinni. Við vorum t.a.m. með rúmlega 70 tonna afla í gær og réðum ekki við meir,” segir Árni en hann segir að þorskurinn virðist halda sig austar en Vigri hafi fengið ágætan þorskafla á Þverálshorni og Strandagrunni á dögunum.Þetta segir Árni Gunnlaugsson, skipstjóri á frystitogaranumVigra RE, í viðtali við heimasíðu Brims en skipið fór í veiðiferðina 21. október. Afla var millilandað í Reykjavík 4. nóvember en síðan hefur skipið verið á sjó.

Að sögn Árna er mikið líf á Vestfjarðamiðum. Víða hafi orðið var við loðnu og fiskurinn hafi nóg að éta.

„Ég er mjög sáttur við árið. Heildaraflinn hjá okkur er að nálgast tíu þúsund tonn. Þetta hefði verið óhugsandi ef ekki kæmi til afburðagóð áhöfn,” segir Árni í viðtalinu.

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is