21.11.2020 23:06Nýstofnað fyrirtæki um Hornstrandasiglingar
Sjóferðir ehf. hafa skrifað undir kaupsamning á tveimur bátum og bryggjuhúsi Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.
Eigendur Sjóferða ehf eru þau Stígur Berg Sophusson og unnusta hans Henný Þrastardóttir. Sjóferðir munu halda áfram áætlunarferðum á Hornstrandir og um Djúp. Stígur hefur unnið hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu 2006 þar sem hann byrjaði sem háseti en árið 2010 varð hann svo skipstjóri hjá fyrirtækinu. Hann á sjálfur ættir að rekja til Hornvíkur og er vel kunnugur um svæðið að því er segir í tilkynningu. Bátarnir eru misstórir, annars vegar er Ingólfur sem tekur 30 farþega. Hann er að auki með krana svo Ingólfur nýtist auk farþegaflutninga í þungaflutninga og vinnuferðir. Stærri báturinn, oft nefnd Drottningin, Guðrún Kristjáns, tekur allt að 48 farþega.
Bátar Sjóferða ehf eru í góði standi og báðir búnir tveimur mjög nýlegum vélum sem tryggja öryggi farþegar enn frekar. Sjóferðir tryggja það að ávallt séu tveir til þrír starfsmenn eru í hverri áhöfn til að stuðla að öryggi farþega.
Áætlun fyrirtækisins fyrir Hornstrandir sumarið 2021 er í vinnslu en ljóst er að áætlun hefst 1.júní 2021 og síðasta ferð farin 31.ágúst. Hægt er að panta báta í sérferðir utan þess tímabils, auk þess sem hægt er að bæta við ferðum fyrir hópa eða auka stoppum í Grunnavík, Sléttu, Flæðareyri og Lónafirði ásamt öðrum stöðum ef um er beðið. Allar ferðir hefjast á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð en notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins. Fyrir sérferðir er hægt að hafa beint samband við Stíg Berg í síma 866-9650 eða senda póst á sjoferdir@sjoferdir.is Af www.bb.is
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is