22.11.2020 09:16FRYSTIHÚSIÐ Á SEYÐISFIRÐI FULLMANNAÐVinnsla í frystihúsinu á Seyðisfirði. Ljósm. Ómar BogasonVinnsla í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði hefur gengið vel að undanförnu. Ýmsar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað og þá er húsið fullmannað, en heldur erfiðlega gekk að fá fólk til starfa sl. haust. Heimasíðan ræddi við Róbert Inga Tómasson framleiðslustjóra og spurði hvaða breytingar hefðu átt sér stað á starfseminni að undanförnu. „Það er ýmislegt sem veldur því að starfsemin í frystihúsinu hefur gengið vel síðustu mánuði. Í fyrsta lagi ber að nefna bættan vélbúnað. Hér var tekin í notkun flokkunarvél sem eykur afköst við pökkun og einnig hausari. Þessi nýi vélbúnaður er farinn að virka afar vel. Í öðru lagi höfum við verið að þróa breytingar á framleiðslunni sem virðast hafa tekist vel og er þá fyrst og fremst verið að bæta nýtingu hráefnisins. Í þriðja lagi hefur hráefnið sem unnið hefur verið reynst vera afar gott, en togarinn Gullver sér húsinu að mestu fyrir hráefni. Ný krapavél var sett í Gullver sl. sumar og hefur tilkoma hennar aukið gæði hráefnisins til muna og gefið kost á betri nýtingu þess. Í fjórða lagi hefur það gerst að húsið er fullmannað en það gekk erfiðlega að ráða fólk að afloknu sumarfríi. Nú síðustu vikurnar hafa fyrirspurnir um störf hins vegar aukist og er það í samræmi við það atvinnuástand sem ríkir í landinu vegna covid. Mestu máli skiptir þó hvað okkar góða starfsfólk er tilbúið að taka þátt í þeim breytingum sem gerðar hafa verið og vinna í nýju starfsumhverfi. Auðvitað eru allir þreyttir á ástandinu og starfsumhverfið er allt annað en það var fyrir faraldurinn. Núna er starfsfólkinu til dæmis skipt upp í hópa sem umgangast ekki hver annan og búningsklefa og kaffistofu er skipt upp. Það er allt gert til að forðast kórónuveiruna. Á heildina litið hefur þróunin hjá okkur í frystihúsinu verið jákvæð og það er ánægjulegt,“ segir Róbert Ingi.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is