24.11.2020 22:56

Loðnan að ganga uppað landinu

                                      Polar Amaroq GR 18-49 Mynd þorgeir Baldursson 

 

„Við fund­um strax loðnu. Hún var dá­lítið blönduð fyrst en fljót­lega var ein­ung­is um að ræða stóra kynþroska loðnu,“ seg­ir Geir Zoëga skip­stjóri á Pol­ar Amar­oq á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar, en græn­lenska upp­sjáv­ar­skipið hélt til loðnu­leit­ar á föstu­dag.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi standa fyr­ir leiðangr­in­um sem er far­inn í sam­ráði við Haf­rann­sókna­stofn­un og mun hann taka um viku.

„Það hef­ur semsagt verið loðna á 180 sjó­mílna belti sem við höf­um nú farið yfir og inn á milli hafa verið góðar torf­ur. Loðnan kem­ur að norðan og virðist vera að ganga upp að land­inu í veru­legu magni. Þetta ætti ekki að koma á óvart og er í góðum takti við haust­mæl­ing­una 2019. Ég hef verið bjart­sýnn á loðnu­vertíð í vet­ur og nú hef ég góð rök fyr­ir bjart­sýn­inni. Þetta lít­ur bara af­skap­lega vel út,“ seg­ir Geir.

Í sam­ráði við Hafró

Skömmu fyr­ir há­degi í dag var verið að taka sýni norðaust­ur af Kol­beins­ey. „Þessi leiðang­ur er far­inn í nánu sam­ráði við Haf­rann­sókna­stofn­un en þó er eng­inn full­trúi frá stofn­un­inni um borð. Við tök­um sýni og könn­um þau og fryst­um einnig sýni fyr­ir stofn­un­ina. Haf­rann­sókna­stofn­un fær öll gögn leiðang­urs­ins þannig að allt er gert eins og um hefðbundna vetr­ar­mæl­ingu sé að ræða.“

„Við hóf­um leit­ina norðvest­ur af Straum­nesi en síðan eru farn­ir ákveðnir legg­ir aust­ur með kant­in­um. Það var full ástæða til að leita núna enda hafa borist heil­mikl­ar loðnu­frétt­ir frá tog­ur­um sem hafa verið að veiðum á svæðinu,“ út­skýr­ir skip­stjór­inn.

Tví­sýnt hef­ur verið með loðnu­vertíð vegna síðustu mæl­inga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og hef­ur verið talið að veru­leg­ir ágall­ar séu með mæl­ing­ar henn­ar vegna aðstæðna þegar mæl­ing­ar voru fram­kvæmd­ar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is