02.12.2020 23:15

Öll skip Samherja í land vegna veðurs

                          Kaldbakur EA 1 Leggst á Bryggju á Akureyri i morgun mynd þorgeir Baldursson 

 

Öll skip Samherja eru komin til hafnar. Ákveðið var að þau myndu „flýja veðrið“ eins og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs fyrirtækisins, orðaði það í samtali við Akureyri.net í dag.

Fjögur skipanna eru við bryggju á Akureyri, Björgúlfur, Björgvin, Kaldbakur og Björg, en Harðbakur er á Dalvík.

Björgúlfur átti að leggjast að bryggju á Dalvík í morgun að sögn Kristjáns, en varð að hætta við vegna þess hve hvasst var orðið og vont í sjóinn, og sigla til Akureyrar.

Kristján segir mjög óalgengt að skip komi í land vegna veðurs, en ekki hafi annað þótt hægt að þessu sinni.

Spáð er vitlausu veðri á miðunum næsta sólarhringinn. „Við stefnum að því að flestir fari út á ný seint annað kvöld,“ sagði Kristján. Skipin höfðu öll verið að veiðum norður eða norðvestur af landinu.

                  1937 Björgvin EA 311 og 2955 Seifur við Oddeyrarbryggju i morgun mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is