28.12.2020 08:35

Varðskipið þór kallað út til aðstoðar

Varðskipið Þór lagði af stað úr Reykjavikurhöfn skömmu eftir miðnætti i nótt og var stefnan tekin á Suðvestur mið 

samkvæmt Marinetraffic.com er eitt flutningaskip þar á ferð fréttin verður uppfærð 

Varðskipið Þór er nú á leið í átt að flutningaskipinu Lagarfossi sem varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga í gær.

Eimskip hafði samband við Landhelgisgæsluna um hádegisbil í gær og tilkynnti um bilunina og spurðist fyrir um hvort mögulegt væri að fá varðskipið Þór til að taka Lagarfoss í tog.

Áhöfnin á varðskipinu var kölluð út í gærkvöldi þegar ljóst var að viðgerð um borð í Lagarfossi hafði ekki borið árangur.

Varðskipið Þór lét úr höfn í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt og búast má við að það verði komið að Lagarfossi að morgni þriðjudags.

Taug verður þá komið á milli skipanna og gera má ráð fyrir að drátturinn taki allt að tvo sólarhringa. Ætla má að að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík á gamlársdag.

Segir i Skriflegu svari frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar 

                                                           2769  V/S Þór mynd þorgeir Baldursson 2020

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is