10.01.2021 15:17

Fóðurpramminn Muninn sem að sökk i Reyðarfirði

Skandi Acercy flytur nýja prammann til landsins og er væntanleg .                                                         Skandi Acercy flyt­ur nýja pramm­ann til lands­ins og er vænt­an­leg ttil Eskifjarðar í lok næstu viku. Skipið er 157 metra langt og 27 m á breidd.

 

Lax­ar ehf. hafa gert lang­tíma­samn­ing um leigu á fóðurpramma, sem á að þjóna eld­is­stöð fyr­ir­tæk­is­ins við Gripalda í sunn­an­verðum Reyðarf­irði. Pramm­inn er aðeins minni held­ur en Mun­inn, sem sökk þar um síðustu helgi.

Pramm­inn fer vænt­an­lega um borð í stórt flutn­inga­skip í Nor­egi á mánu­dag og er reiknað með hon­um til Eskifjarðar í lok næstu viku, að sögn Jens Garðars Helga­son­ar fram­kvæmda­stjóra.

Þangað til sinna fjór­ir þjón­ustu­bát­ar með fóður­byss­ur fóðrun fisks í 16 kví­um við Gripalda, þrír þeirra eru í eigu Laxa, en sá fjórði er í eigu Fisk­eld­is Aust­fjarða. Á Gripalda eru nú um 3.900 tonn af fiski sem verður kom­inn í slát­ur­stærð í haust.

Jens Garðar seg­ir ljóst að all­ur tækni­búnaður um borð í Mun­in sé ónýt­ur og skrokk­ur­inn veru­lega laskaður.

            Fóðutpramminn Muninn sem að sökk i Reyðarfirði i gær mynd þorgeir Baldursson 7 ágúst 2020

200 míl­ur | mbl | 10.1.2021 | 14:30 | Upp­fært 15:16

Tíu þúsund lítr­ar af olíu um borð

Sjór komst inn í prammann, sem sökk að lokum.                                                                                                         Sjór komst inn í pramm­ann, sem sökk að lok­um. Ljós­mynd/?Land­helg­is­gæsl­an

 

Mikið tjón varð hjá fisk­eld­is­stöðinni Löx­um í Reyðarf­irði þegar fóðurprammi sem sér 16 fisk­eldisk­ví­um fyr­ir fóðri sökk í vondu veðri í gær. Um tíu þúsund lítr­ar af díselol­íu eru um borð í pramm­an­um sem er nú á sjáv­ar­botni. Eng­in svartol­ía er þó um borð.

Varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, Þór, er á vett­vangi en viðbragð er að öðru leyti í hönd­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Jens Garðar Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Laxa fisk­eld­is, að ekki sé gert ráð fyr­ir að olía leki í mikl­um mæli í sjó­inn en all­ur búnaður og girðing­ar séu þó til taks ef illa fer.

                                                                                                                               Ljós­mynd/?Land­helg­is­gæsl­an

Af­taka­veður var á öllu Aust­ur­landi í gær, kalt og mik­ill vind­ur. Vatn fór að leka inn á pramm­ann á ní­unda tím­an­um en heppi­lega var varðskipið Þór í firðinum og kom á vett­vang. Var það hins veg­ar mat viðbragðsaðila að ekk­ert væri hægt að gera stöddu. Pramm­inn fyllt­ist fljótt af sjó og sökk svo í nótt.

Heimild mbl.is og Landhelgisgæslan 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is