10.01.2021 15:17Fóðurpramminn Muninn sem að sökk i ReyðarfirðiSkandi Acercy flytur nýja prammann til landsins og er væntanleg ttil Eskifjarðar í lok næstu viku. Skipið er 157 metra langt og 27 m á breidd.
Laxar ehf. hafa gert langtímasamning um leigu á fóðurpramma, sem á að þjóna eldisstöð fyrirtækisins við Gripalda í sunnanverðum Reyðarfirði. Pramminn er aðeins minni heldur en Muninn, sem sökk þar um síðustu helgi. Pramminn fer væntanlega um borð í stórt flutningaskip í Noregi á mánudag og er reiknað með honum til Eskifjarðar í lok næstu viku, að sögn Jens Garðars Helgasonar framkvæmdastjóra. Þangað til sinna fjórir þjónustubátar með fóðurbyssur fóðrun fisks í 16 kvíum við Gripalda, þrír þeirra eru í eigu Laxa, en sá fjórði er í eigu Fiskeldis Austfjarða. Á Gripalda eru nú um 3.900 tonn af fiski sem verður kominn í sláturstærð í haust. Jens Garðar segir ljóst að allur tæknibúnaður um borð í Munin sé ónýtur og skrokkurinn verulega laskaður. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is