15.01.2021 20:14FISK Seafood kaupir útgerðarfélagið Ölduós á Höfn15. janúar 2021 kl. 13:49
Dögg SU 118 er smíðuð hjá Trefjum árið 2007. Báturinn er tæplega 15 brúttótonn, 11,5 brúttórúmlestir og ríflega 11 metrar að lengd.
Aflaheimildir Daggar eru um 700 þorskígildistonn og eru heildarverðmæti viðskiptanna ríflega 1,8 milljarður króna.Gengið hefur verið frá samningi um kaup FISK Seafood á útgerðarfélaginu Ölduósi ehf. á Höfn í Hornafirði og um leið á krókaaflamarksbáti félagsins, Dögg SU 118. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Aflaheimildir Daggar eru um 700 þorskígildistonn og eru heildarverðmæti viðskiptanna ríflega 1,8 milljarður króna. Báturinn hefur til þessa verið gerður út frá Stöðvarfirði og munu seljendur bátsins ljúka þessu fiskveiðiári með áhöfn sinni áður en afhending hins selda fer að fullu fram. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu FISK Seafood. Þar segir: „Með kaupunum styrkir útgerð FISK Seafood rekstur sinn og hlutdeild í bolfiskvinnslu félagsins. Þorskveiðikvótinn eykst um tæplega 5% og gera má ráð fyrir að viðbótaraflinn samsvari tveggja til þriggja vikna afkastagetu landvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki og Snæfellsnesi. Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK Seafood, segir í fréttinni að með þessum viðskiptum sé FISK Seafood að fikra sig inn í smábátaútgerð á línu og skak „og ef vel tekst til munum við halda áfram að byggja okkur upp á því sviði. Vertíðarbátarnir yrðu kærkomin viðbót við það aukna líf sem höfnin hér á Sauðárkróki hefur öðlast á undanförnum árum og þetta fyrsta skref með kaupunum á Dögg verður strax mikil styrking fyrir landvinnsluna og verðmætin sem hún er að skapa á hverjum degi.“fiskifréttir greina frá Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 683 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119809 Samtals gestir: 52252 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is