18.01.2021 20:31

Skip Brims færðu 128.000 tonn að landi í fyrra

                                               2890 Akurey Ak 10 mynd þorgeir Baldursson 

Heildarafli skipa Brims var um 11 þúsund tonnum minni afli en 2019. Heildaraflaverðmæti jókst um 525 milljónir króna milli ára.

Heildarafli skipa útgerðarfélagsins Brims var 128 þúsund tonn á árinu 2020, sem er um 11 þúsund tonnum minni afli en 2019.

Frá því segir á heimasíðu félagsins.

Afli uppsjávarskipa dróst saman um 7 þúsund tonn milli ára og munaði þar mestu um minni afla í kolmunna en árið áður. Engar loðnuveiðar voru leyfðar á árinu 2020 eða 2019.

Afli frystitogara var um svipaður og 2019.

Afli ísfiskskipa var tæplega 3 þúsund tonnum minni en 2019 aðallega vegna lokunar fiskiðjuversins við Norðurgarð, en það var lokað í um þrjá mánuði vegna endurnýjunar á vinnslubúnaði og lagfæringa á húsnæði. Með kaupunum á Kambi á síðasta ári bættist línuskipið Kristján HF 100 í flotann.

Heildaraflaverðmæti skipa félagsins var rúmlega átján milljarðar króna, og jókst um 525 milljónir króna milli ára. Hér má finna sundurliðun heildaraflans eftir skipum.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is